Munu ekki setja ríkisstjórninni stólinn fyrir dyrnar með breytingar á Landsdóm Jóhannes Stefánsson skrifar 30. júní 2013 14:58 Katrín Jakobsdóttir segir að vilji sé innan Vinstri grænna til að breyta lögum um landsdóm. Stefán Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir eðilegt að lög um Landsdóm séu tekin til endurskoðunar og að ekki sé pólitísk andstaða innan flokksins við fyrirhugaðar breytingar. Bjarni Benediktsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ríkisstjórnin hygðist hefjast handa við að breyta lögum um Landsdóm í því skyni að leggja hann niður. Þetta sé meðal annars vegna nýútgefinnar ályktunar Evrópuráðsþingsins um að ekki skuli hátta málum með þeim hætti eins og gert var í landsdómsmáli Geirs. „Mér finnst eðlilegt að Alþingi taki þátt í því að endurskoða þessi lög og hef verið þeirrar skoðunar lengi. Þetta er gömul lagasetning og margir í minni hreyfingu hafa veirð þeirrar skoðunar og viðrað þær langt aftur í tímann að það bæri að endurskoða þessi lög. Ég á von á því að við munum taka þátt í því," segir Katrín um málið. Þá sendi Geir H. Haarde frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagði ályktunina stórsigur fyrir sig og að hún sýndi að málið hefði verið litað af pólitísku ofstæki.Málshöfðunin á hendur Geir ekki mistökAðspurð hvort hún telji málshöfðunina á hendur Geir H. Haarde hafa verið mistök í ljósi ályktunar Evrópuráðsþingsins segir Katrín: „Þarna var verið að fylgja lagabókstafnum að einhverju leyti eins og hann er," og bætir svo við: „Mér finnst mikilvægt að við horfum á það hvernig við getum endurskoðað þetta lagaumhverfi." Hún segir þörf á umræðu um hvernig rétt sé að ráðherrar sæti pólitískri ábyrgð. „Það er alltaf spurning um það hvernig pólitísk ábyrgð er framkölluð. Það er eitt af því sem er til umfjöllunar í þessari ályktun Evrópuráðsþingsins, það er hvort pólitísk ábyrgð felist ekki bara fyrst og fremst í mati kjósenda á hverjum tíma. Síðan auðvitað getur verið grátt svæði þar á milli þegar kemur að vanrækslu og öðru slíku." Katrín bendir á að í Danmörku sé að finna sambærileg lög við íslensku landsdómslögin og að þar hafi ráðherrar verið látnir sæta refsiábyrgð. Katrín segir það hafa verið sína pólitísku sannfæringu að til að fara eftir lögum ætti að ákæra Geir, Björgvin G Sigursson, Árna Mathiesen og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. „Það var tillaga gerð um fjóra ráðherra á sínum tíma og alþingismenn greiddu á sínum tíma á mismunandi hátt. Tillaga þingmannanefdnarinnar var að fjórir ráðherrar yrðu látnir sæta ábyrgð og ég greiddi atkvæði með því enda taldi ég það samræmast lagabókstaðnum eins og hann er." Hún bætir svo við: „Mín pólitíska sannfæring er sú að það sé eðilegt að endurskoða þessi lög og þau eru í gildi. Tillaga nefndarinnar var sú að ef fara ætti að lögunum væri eðlilegt að leggja til að þessir fjórir ráðherrar yrðu dregnir til ábyrgðar, eftir mikla yfirlegu." Landsdómur Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir eðilegt að lög um Landsdóm séu tekin til endurskoðunar og að ekki sé pólitísk andstaða innan flokksins við fyrirhugaðar breytingar. Bjarni Benediktsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ríkisstjórnin hygðist hefjast handa við að breyta lögum um Landsdóm í því skyni að leggja hann niður. Þetta sé meðal annars vegna nýútgefinnar ályktunar Evrópuráðsþingsins um að ekki skuli hátta málum með þeim hætti eins og gert var í landsdómsmáli Geirs. „Mér finnst eðlilegt að Alþingi taki þátt í því að endurskoða þessi lög og hef verið þeirrar skoðunar lengi. Þetta er gömul lagasetning og margir í minni hreyfingu hafa veirð þeirrar skoðunar og viðrað þær langt aftur í tímann að það bæri að endurskoða þessi lög. Ég á von á því að við munum taka þátt í því," segir Katrín um málið. Þá sendi Geir H. Haarde frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagði ályktunina stórsigur fyrir sig og að hún sýndi að málið hefði verið litað af pólitísku ofstæki.Málshöfðunin á hendur Geir ekki mistökAðspurð hvort hún telji málshöfðunina á hendur Geir H. Haarde hafa verið mistök í ljósi ályktunar Evrópuráðsþingsins segir Katrín: „Þarna var verið að fylgja lagabókstafnum að einhverju leyti eins og hann er," og bætir svo við: „Mér finnst mikilvægt að við horfum á það hvernig við getum endurskoðað þetta lagaumhverfi." Hún segir þörf á umræðu um hvernig rétt sé að ráðherrar sæti pólitískri ábyrgð. „Það er alltaf spurning um það hvernig pólitísk ábyrgð er framkölluð. Það er eitt af því sem er til umfjöllunar í þessari ályktun Evrópuráðsþingsins, það er hvort pólitísk ábyrgð felist ekki bara fyrst og fremst í mati kjósenda á hverjum tíma. Síðan auðvitað getur verið grátt svæði þar á milli þegar kemur að vanrækslu og öðru slíku." Katrín bendir á að í Danmörku sé að finna sambærileg lög við íslensku landsdómslögin og að þar hafi ráðherrar verið látnir sæta refsiábyrgð. Katrín segir það hafa verið sína pólitísku sannfæringu að til að fara eftir lögum ætti að ákæra Geir, Björgvin G Sigursson, Árna Mathiesen og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. „Það var tillaga gerð um fjóra ráðherra á sínum tíma og alþingismenn greiddu á sínum tíma á mismunandi hátt. Tillaga þingmannanefdnarinnar var að fjórir ráðherrar yrðu látnir sæta ábyrgð og ég greiddi atkvæði með því enda taldi ég það samræmast lagabókstaðnum eins og hann er." Hún bætir svo við: „Mín pólitíska sannfæring er sú að það sé eðilegt að endurskoða þessi lög og þau eru í gildi. Tillaga nefndarinnar var sú að ef fara ætti að lögunum væri eðlilegt að leggja til að þessir fjórir ráðherrar yrðu dregnir til ábyrgðar, eftir mikla yfirlegu."
Landsdómur Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira