Munu ekki setja ríkisstjórninni stólinn fyrir dyrnar með breytingar á Landsdóm Jóhannes Stefánsson skrifar 30. júní 2013 14:58 Katrín Jakobsdóttir segir að vilji sé innan Vinstri grænna til að breyta lögum um landsdóm. Stefán Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir eðilegt að lög um Landsdóm séu tekin til endurskoðunar og að ekki sé pólitísk andstaða innan flokksins við fyrirhugaðar breytingar. Bjarni Benediktsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ríkisstjórnin hygðist hefjast handa við að breyta lögum um Landsdóm í því skyni að leggja hann niður. Þetta sé meðal annars vegna nýútgefinnar ályktunar Evrópuráðsþingsins um að ekki skuli hátta málum með þeim hætti eins og gert var í landsdómsmáli Geirs. „Mér finnst eðlilegt að Alþingi taki þátt í því að endurskoða þessi lög og hef verið þeirrar skoðunar lengi. Þetta er gömul lagasetning og margir í minni hreyfingu hafa veirð þeirrar skoðunar og viðrað þær langt aftur í tímann að það bæri að endurskoða þessi lög. Ég á von á því að við munum taka þátt í því," segir Katrín um málið. Þá sendi Geir H. Haarde frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagði ályktunina stórsigur fyrir sig og að hún sýndi að málið hefði verið litað af pólitísku ofstæki.Málshöfðunin á hendur Geir ekki mistökAðspurð hvort hún telji málshöfðunina á hendur Geir H. Haarde hafa verið mistök í ljósi ályktunar Evrópuráðsþingsins segir Katrín: „Þarna var verið að fylgja lagabókstafnum að einhverju leyti eins og hann er," og bætir svo við: „Mér finnst mikilvægt að við horfum á það hvernig við getum endurskoðað þetta lagaumhverfi." Hún segir þörf á umræðu um hvernig rétt sé að ráðherrar sæti pólitískri ábyrgð. „Það er alltaf spurning um það hvernig pólitísk ábyrgð er framkölluð. Það er eitt af því sem er til umfjöllunar í þessari ályktun Evrópuráðsþingsins, það er hvort pólitísk ábyrgð felist ekki bara fyrst og fremst í mati kjósenda á hverjum tíma. Síðan auðvitað getur verið grátt svæði þar á milli þegar kemur að vanrækslu og öðru slíku." Katrín bendir á að í Danmörku sé að finna sambærileg lög við íslensku landsdómslögin og að þar hafi ráðherrar verið látnir sæta refsiábyrgð. Katrín segir það hafa verið sína pólitísku sannfæringu að til að fara eftir lögum ætti að ákæra Geir, Björgvin G Sigursson, Árna Mathiesen og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. „Það var tillaga gerð um fjóra ráðherra á sínum tíma og alþingismenn greiddu á sínum tíma á mismunandi hátt. Tillaga þingmannanefdnarinnar var að fjórir ráðherrar yrðu látnir sæta ábyrgð og ég greiddi atkvæði með því enda taldi ég það samræmast lagabókstaðnum eins og hann er." Hún bætir svo við: „Mín pólitíska sannfæring er sú að það sé eðilegt að endurskoða þessi lög og þau eru í gildi. Tillaga nefndarinnar var sú að ef fara ætti að lögunum væri eðlilegt að leggja til að þessir fjórir ráðherrar yrðu dregnir til ábyrgðar, eftir mikla yfirlegu." Landsdómur Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir eðilegt að lög um Landsdóm séu tekin til endurskoðunar og að ekki sé pólitísk andstaða innan flokksins við fyrirhugaðar breytingar. Bjarni Benediktsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ríkisstjórnin hygðist hefjast handa við að breyta lögum um Landsdóm í því skyni að leggja hann niður. Þetta sé meðal annars vegna nýútgefinnar ályktunar Evrópuráðsþingsins um að ekki skuli hátta málum með þeim hætti eins og gert var í landsdómsmáli Geirs. „Mér finnst eðlilegt að Alþingi taki þátt í því að endurskoða þessi lög og hef verið þeirrar skoðunar lengi. Þetta er gömul lagasetning og margir í minni hreyfingu hafa veirð þeirrar skoðunar og viðrað þær langt aftur í tímann að það bæri að endurskoða þessi lög. Ég á von á því að við munum taka þátt í því," segir Katrín um málið. Þá sendi Geir H. Haarde frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagði ályktunina stórsigur fyrir sig og að hún sýndi að málið hefði verið litað af pólitísku ofstæki.Málshöfðunin á hendur Geir ekki mistökAðspurð hvort hún telji málshöfðunina á hendur Geir H. Haarde hafa verið mistök í ljósi ályktunar Evrópuráðsþingsins segir Katrín: „Þarna var verið að fylgja lagabókstafnum að einhverju leyti eins og hann er," og bætir svo við: „Mér finnst mikilvægt að við horfum á það hvernig við getum endurskoðað þetta lagaumhverfi." Hún segir þörf á umræðu um hvernig rétt sé að ráðherrar sæti pólitískri ábyrgð. „Það er alltaf spurning um það hvernig pólitísk ábyrgð er framkölluð. Það er eitt af því sem er til umfjöllunar í þessari ályktun Evrópuráðsþingsins, það er hvort pólitísk ábyrgð felist ekki bara fyrst og fremst í mati kjósenda á hverjum tíma. Síðan auðvitað getur verið grátt svæði þar á milli þegar kemur að vanrækslu og öðru slíku." Katrín bendir á að í Danmörku sé að finna sambærileg lög við íslensku landsdómslögin og að þar hafi ráðherrar verið látnir sæta refsiábyrgð. Katrín segir það hafa verið sína pólitísku sannfæringu að til að fara eftir lögum ætti að ákæra Geir, Björgvin G Sigursson, Árna Mathiesen og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. „Það var tillaga gerð um fjóra ráðherra á sínum tíma og alþingismenn greiddu á sínum tíma á mismunandi hátt. Tillaga þingmannanefdnarinnar var að fjórir ráðherrar yrðu látnir sæta ábyrgð og ég greiddi atkvæði með því enda taldi ég það samræmast lagabókstaðnum eins og hann er." Hún bætir svo við: „Mín pólitíska sannfæring er sú að það sé eðilegt að endurskoða þessi lög og þau eru í gildi. Tillaga nefndarinnar var sú að ef fara ætti að lögunum væri eðlilegt að leggja til að þessir fjórir ráðherrar yrðu dregnir til ábyrgðar, eftir mikla yfirlegu."
Landsdómur Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira