Ætla að leggja Landsdóm niður Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. júní 2013 18:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að ríkisstjórnin muni setja af stað vinnu til að breyta lögum og leggja Landsdóm niður. Hann segir þau viðbrögð eðlileg eftir ályktun Evrópuráðsþingsins frá því í gær. Evrópuráðsþingið samþykkti í gær ályktun þar sem þeim tilmælum er m.a beint til aðildarríkja Evrópuráðsins að ekki eigi að nota opinber réttarhöld til að hegna fyrir pólitísk mistök eða ágreining og stjórnmálamenn eigi að svara til saka fyrir refsiverða háttsemi með sama hætti og óbreyttir borgarar, þ.e fyrir almennum dómstólum. Pólitískar ákvarðanir eigi að sæta pólitískri ábyrgð þar sem verk eru lögð í endanlegan dóm kjósenda. Ályktunin er byggð á skýrslu hollenska þingmannsins Pieter Omtzigt, en í henni var fjallað mikið um Landsdómsréttarhöldin yfir Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ríkisstjórnin muni bregðast við þessari ályktun með skýrum hætti. „Þetta er í raun og veru áfellisdómur yfir þeirri málsmeðferð sem að Geir H. Haarde þurfti að þola hérna á Íslandi og þetta hlýtur að vera okkur tilefni til þess að taka landsdómslögin til endurskoðunar,“ segir Bjarni.Verður ráðist í þær breytingar strax á þessu kjörtímabili? „Mér finnst það svo mikilvæg réttarbót hjá okkur að það megi ekki bíða. Mér fannst ekki rétt að þeir sem vildu beita lögunum ættu forgöngu um að taka þau til endurskoðunar, þ.e fyrrverandi ríkisstjórn, en mér finnst rétt að setja strax af stað vinnu við að breyta lögunum.“ Til að leggja Landsdóm niður þarf að breyta stjórnarskránni, enda er kveðið á um hann í 14. gr. hennar. Fyrst um sinn verður lögum um landsdóm breytt. Ef breyta á stjórnarskránni þarf að boða til kosninga í kjölfarið og af þeim sökum er ávallt ráðist í stjórnarskrárbreytingar í lok kjörtímabils, skömmu fyrir kosningar. Bjarni Benediktsson segir að draga verði lærdóm af Landsómsmálinu og fylgja ályktun Evrópuráðsþingsins. „Menn eru að benda á að svona málsmeðferð gangi ekki upp og að stjórnmálamenn eigi fyrst og fremst að sæta pólitískri ábyrgð í kosningum, en ekki að þola pólitískar ákærur frá þjóðþingum. Þess vegna eigum við að hlusta eftir því sem þarna er verið að segja, draga lærdóm af þeim mistökum sem ég tel að hafi verið gerð og breyta lögunum til frambúðar,“ segir Bjarni. Landsdómur Tengdar fréttir Segir niðurstöðu Landsdóms hafa verið pólitíska Pieter Omtzigt, hollenskur nefndarmaður í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins um hvenær réttlættlætanlegt sé að láta stjórnmálamenn sæta refsiábyrgð, hefur skilað inna drögum um skoðun nefndarinnar á málatilbúnaði gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi og Júlíu Tímósjenkó í Úkraínu. 9. júní 2013 15:10 Aukið á skömm Alþingis Enga sérstaka spekinga þurfti á sínum tíma til að sjá að réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, voru pólitísk. Þannig var til þeirra stofnað, þegar þingmenn kusu eftir flokkslínum um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum. Atkvæði nokkurra þingmanna Samfylkingarinnar, sem vildu ákæra fyrrverandi forystumann annars flokks en hlífa samflokksmönnum sínum, réðu því að Geir var einn ákærður. 12. júní 2013 08:52 Ekki verði réttað í pólitískum álitamálum Evrópuráðsþingið staðfesti í gær ályktun laga- og mannréttindanefndar þess um að stjórnmálamenn verði verndaðir fyrir ákærum vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku í embætti sem kjörnir fulltrúar. Tilefnið er meðal annars Landsdómsréttarhöldin gegn Geir Haarde. 29. júní 2013 00:01 Harma pólitísk réttarhöld Evrópuráðsþingið hefur staðfest ályktun laga- og mannréttindanefndar þess um að stjórnmálamenn verði verndaðir fyrir ákærum vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku í embætti sem kjörnir fulltrúar, en tilefnið er m.a Landsdómsréttarhöldin gegn Geir Haarde. 28. júní 2013 19:09 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að ríkisstjórnin muni setja af stað vinnu til að breyta lögum og leggja Landsdóm niður. Hann segir þau viðbrögð eðlileg eftir ályktun Evrópuráðsþingsins frá því í gær. Evrópuráðsþingið samþykkti í gær ályktun þar sem þeim tilmælum er m.a beint til aðildarríkja Evrópuráðsins að ekki eigi að nota opinber réttarhöld til að hegna fyrir pólitísk mistök eða ágreining og stjórnmálamenn eigi að svara til saka fyrir refsiverða háttsemi með sama hætti og óbreyttir borgarar, þ.e fyrir almennum dómstólum. Pólitískar ákvarðanir eigi að sæta pólitískri ábyrgð þar sem verk eru lögð í endanlegan dóm kjósenda. Ályktunin er byggð á skýrslu hollenska þingmannsins Pieter Omtzigt, en í henni var fjallað mikið um Landsdómsréttarhöldin yfir Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ríkisstjórnin muni bregðast við þessari ályktun með skýrum hætti. „Þetta er í raun og veru áfellisdómur yfir þeirri málsmeðferð sem að Geir H. Haarde þurfti að þola hérna á Íslandi og þetta hlýtur að vera okkur tilefni til þess að taka landsdómslögin til endurskoðunar,“ segir Bjarni.Verður ráðist í þær breytingar strax á þessu kjörtímabili? „Mér finnst það svo mikilvæg réttarbót hjá okkur að það megi ekki bíða. Mér fannst ekki rétt að þeir sem vildu beita lögunum ættu forgöngu um að taka þau til endurskoðunar, þ.e fyrrverandi ríkisstjórn, en mér finnst rétt að setja strax af stað vinnu við að breyta lögunum.“ Til að leggja Landsdóm niður þarf að breyta stjórnarskránni, enda er kveðið á um hann í 14. gr. hennar. Fyrst um sinn verður lögum um landsdóm breytt. Ef breyta á stjórnarskránni þarf að boða til kosninga í kjölfarið og af þeim sökum er ávallt ráðist í stjórnarskrárbreytingar í lok kjörtímabils, skömmu fyrir kosningar. Bjarni Benediktsson segir að draga verði lærdóm af Landsómsmálinu og fylgja ályktun Evrópuráðsþingsins. „Menn eru að benda á að svona málsmeðferð gangi ekki upp og að stjórnmálamenn eigi fyrst og fremst að sæta pólitískri ábyrgð í kosningum, en ekki að þola pólitískar ákærur frá þjóðþingum. Þess vegna eigum við að hlusta eftir því sem þarna er verið að segja, draga lærdóm af þeim mistökum sem ég tel að hafi verið gerð og breyta lögunum til frambúðar,“ segir Bjarni.
Landsdómur Tengdar fréttir Segir niðurstöðu Landsdóms hafa verið pólitíska Pieter Omtzigt, hollenskur nefndarmaður í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins um hvenær réttlættlætanlegt sé að láta stjórnmálamenn sæta refsiábyrgð, hefur skilað inna drögum um skoðun nefndarinnar á málatilbúnaði gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi og Júlíu Tímósjenkó í Úkraínu. 9. júní 2013 15:10 Aukið á skömm Alþingis Enga sérstaka spekinga þurfti á sínum tíma til að sjá að réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, voru pólitísk. Þannig var til þeirra stofnað, þegar þingmenn kusu eftir flokkslínum um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum. Atkvæði nokkurra þingmanna Samfylkingarinnar, sem vildu ákæra fyrrverandi forystumann annars flokks en hlífa samflokksmönnum sínum, réðu því að Geir var einn ákærður. 12. júní 2013 08:52 Ekki verði réttað í pólitískum álitamálum Evrópuráðsþingið staðfesti í gær ályktun laga- og mannréttindanefndar þess um að stjórnmálamenn verði verndaðir fyrir ákærum vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku í embætti sem kjörnir fulltrúar. Tilefnið er meðal annars Landsdómsréttarhöldin gegn Geir Haarde. 29. júní 2013 00:01 Harma pólitísk réttarhöld Evrópuráðsþingið hefur staðfest ályktun laga- og mannréttindanefndar þess um að stjórnmálamenn verði verndaðir fyrir ákærum vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku í embætti sem kjörnir fulltrúar, en tilefnið er m.a Landsdómsréttarhöldin gegn Geir Haarde. 28. júní 2013 19:09 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Segir niðurstöðu Landsdóms hafa verið pólitíska Pieter Omtzigt, hollenskur nefndarmaður í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins um hvenær réttlættlætanlegt sé að láta stjórnmálamenn sæta refsiábyrgð, hefur skilað inna drögum um skoðun nefndarinnar á málatilbúnaði gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi og Júlíu Tímósjenkó í Úkraínu. 9. júní 2013 15:10
Aukið á skömm Alþingis Enga sérstaka spekinga þurfti á sínum tíma til að sjá að réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, voru pólitísk. Þannig var til þeirra stofnað, þegar þingmenn kusu eftir flokkslínum um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum. Atkvæði nokkurra þingmanna Samfylkingarinnar, sem vildu ákæra fyrrverandi forystumann annars flokks en hlífa samflokksmönnum sínum, réðu því að Geir var einn ákærður. 12. júní 2013 08:52
Ekki verði réttað í pólitískum álitamálum Evrópuráðsþingið staðfesti í gær ályktun laga- og mannréttindanefndar þess um að stjórnmálamenn verði verndaðir fyrir ákærum vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku í embætti sem kjörnir fulltrúar. Tilefnið er meðal annars Landsdómsréttarhöldin gegn Geir Haarde. 29. júní 2013 00:01
Harma pólitísk réttarhöld Evrópuráðsþingið hefur staðfest ályktun laga- og mannréttindanefndar þess um að stjórnmálamenn verði verndaðir fyrir ákærum vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku í embætti sem kjörnir fulltrúar, en tilefnið er m.a Landsdómsréttarhöldin gegn Geir Haarde. 28. júní 2013 19:09