Erlent

Hverfi Shía sprengd í loft upp

Árásir á þorp og hverfi Shía eru nær daglegt brauð í Írak og óttast er að ofbeldisaldan í landinu nái brátt fyrri hæðum.
Árásir á þorp og hverfi Shía eru nær daglegt brauð í Írak og óttast er að ofbeldisaldan í landinu nái brátt fyrri hæðum.

Að minnsta kosti tólf eru látnir eftir röð sprenginga á markaði í bænum Judaida al-Shat norður af írösku höfuðborginni Bagdad í morgun.

Tugir liggja sárir eftir árásirnar að sögn BBC en í bænum búa aðallega Shía-múslímar. Árásir á þorp og hverfi Shía eru nær daglegt brauð í Írak og óttast er að ofbeldisaldan í landinu nái brátt fyrri hæðum. Síðasti mánuður var sá blóðugasti frá því í júní 2008 en í maímánuði féllu rúmlega eitt þúsund íraskir borgarar og lögreglumenn í árásum öfgamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×