Erlent

Vaxandi kergja milli trúarhópa á Bretlandi

Jakob Bjarnar skrifar
Varðliðar Englands fara nú mikinn á Bretlandseyjum.
Varðliðar Englands fara nú mikinn á Bretlandseyjum.

Breska lögreglan hefur handtekið fjóra táninga grunaða um að hafa kveikt í íslömskum skóla í London á laugardaginn.

Menn á Bretlandi óttast nú mjög vaxandi andúð á múslimum en morðið á Lee Rigby í síðasta mánuði hefur reynst olía á þann eld. Lögreglan hyggst auka gæslu við alla þá staði sem teljast í sérstakri hættu; þar verður staðinn vörður allan sólarhringinn.

Eldsvoðinn á laugardaginn kemur í kjölfar þess að reynt var að kveikja í íslömskum samkomustað í norðanverðri London á miðvikudag. Þar á hafði verið letrað "EDL" sem er skammstöfun fyrir the English Defence League eða Varðliðar Englands, hópur hægri sinnaðra sem haldið hefur uppi mótmælum síðan Rigby var drepinn. Varðliðarnir neituðu hins vegar aðild að íkveikjunni á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×