Erlent

Brockovich handtekin

Jakob Bjarnar skrifar
Erin Brockovich. Var handtekin, grunuð um að sigla bát sínum drukkin.
Erin Brockovich. Var handtekin, grunuð um að sigla bát sínum drukkin.

Umhverfisverndarsinninn Erin Brockovich, sem var leikin svo eftirminnilega af Julia Roberts í samnefndri kvikmynd árið 2000, en hún vann stórsigur fyrir dómsstólum vegna mengunarmála í smábæ í Californiu, var handtekin um helgina grunuð um að vilja sigla mótorbát sínum undir áhrifum. Þetta var á Mead-vatni í námunda við Las Vegas.

Síðastliðið föstudagskvöld tók vörður nokkur við vatnið eftir því að Brockovich var í stökustu vandræðum með að finna bát sínum stað í höfn í Las Vegas. Vörðurinn tilkynnti um um atvikið og mældist áfengismagnið helmingi meira en leyfilegt er. Sagt er að hún hafi látið úr höfn með karlmanni en komið ein aftur til hafnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×