Erlent

Snowden fer huldu höfði

Heimir Már Pétursson skrifar
Snowden hefur valdið miklu uppnámi í bandaríska stjórnkerfinu eftir að hann upplýsti að stjórnvöld fylgist grannt með því hvað fólk gerir á internetinu.
Snowden hefur valdið miklu uppnámi í bandaríska stjórnkerfinu eftir að hann upplýsti að stjórnvöld fylgist grannt með því hvað fólk gerir á internetinu.

Edward Snowden sem lak upplýsingum um umfangsmikla hlerun bandarískra stjórnvalda á internetinu skráði sig út af hóteli í Hong Kong í gær og er ekki vitað hvar hann er niðurkominn.

Bandarísk stjórnvöld gera sig líkleg til að fá hann framseldan til Bandaríkjanna. Snowden er enn talinn vera í Hong Kong. Hann hefur valdið miklu uppnámi í bandaríska stjórnkerfinu eftir að hann upplýsti að stjórnvöld fylgist grannt með því hvað fólk gerir á internetinu og hefur nánast beinan aðgang að netþjónum stórfyrirtækja á borð við Google og Facebook. Snowden segist hafa farið til Hong Kong í þeirri von að geta varist þar kröfum um framsal til Bandaríkjanna þótt framsalssamningur sé í gildi milli Hong Kong og Bandaríkjanna. Stjórnmálamenn hafa margir fordæmt hann vestra en fjöldi manns hefur einnig lýst yfir stuðningi við gjörðir hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×