Erlent

Tístandi geimfari leggur búninginn á hilluna

Nanna Elísa skrifar

Chris Hadfield, kanadíski geimfarinn sem hefur vakið heimsathygli fyrir skemmtileg tíst og mikilfenglegar myndir teknar í geimnum, sneri til Jarðar í síðasta mánuði eftir hálfs árs leiðangur. Hann tilkynnti í gærkvöldi að hann ætli nú að leggja geimbúninginn á hilluna. Hadfield er þekktastur fyrir útgáfu sína af lagi David Bowie, Space Oddity, sem hann söng og spilaði undir á gítar um borð í geimskipi sínu. Myndbandið er með tæplega 16 milljón áhorf á myndbandasíðunni youtube.

Hadfield segir geimferilinn hafa verið ótrúlegt ævintýri en vill nú einbeita sér að öðru með báða fætur á jörðinni. Fylgjendur hans á samfélagsmiðlinum Twitter, sem eru yfir milljón talsins, munu eflaust sakna hans skemmtilegu innslaga. Hann hefur veitt almenningi innsýn inn í hversdagslífið úti í geimnum og tekið myndir af sér við athafnir sem við öll þekkjum hér á jörðinni, til dæmis við þvotta og á matmálstímum.

Hér er síða Hadfields fyrir áhugasama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×