Erlent

Fimm ára fangelsi fyrir að drepa dvergvaxinn vin sinn

Lee Webster varð dvergvöxnum vini sínum að bana með því að lauma miklu magni af þunglyndislyfjum í bjór hans.
Lee Webster varð dvergvöxnum vini sínum að bana með því að lauma miklu magni af þunglyndislyfjum í bjór hans. MYND/DAILY MAIL

Lee Webster, 26 ára Breti, hlaut á dögunum fimm ára fangelsisdóm fyrir að hafa sett 27 töflur af þunglyndislyfi í drykk dvergvaxins vinar síns með þeim afleiðingum að hann lést.

Webster laumaði töflunum í bjór mannsins þegar þeir sátu að drykkju og hann skrapp á salernið. Fórnarlambið kvartaði undan skrítnu bragði af bjórnum en lauk engu að síður við hann. Hann lést svo þremur klukkutímum síðar.

Lee Webster játaði verknaðinn fyrir föður sínum og systur rúmlega mánuði síðar, og sagði þeim að hann hafi ætlað sér að grínast í vini sínum með athæfinu. Það hafi hins vegar farið úr böndunum.

Þegar réttað var yfir honum sagði hann að þeir maðurinn hefðu verið mjög góðir vinir og að hann hafi veitt honum húsaskjól og lánað honum peninga. Þá sagðist Webster alltaf hafa varið manninn þegar hann varð fyrir áreiti vegna smæðar sinnar. „Mér líður ömurlega yfir þessu. Hann var vinur minn, ég ætlaði mér aldrei að drepa hann. Þetta var grín sem fór á versta veg.“

Dómarinn í málinu sagði engan halda að Webster hafi vísvitandi ætlað sér að myrða manninn. En þar sem að hann hafi sjálfur notað þunglyndislyf á þessum tíma ætti hann að gera sér grein fyrir hversu alvarlegar afleiðingar slíkt magn af lyfjunum gæti haft.

Frá þessu greinir Daily Mail.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×