Erlent

Gríska ríkið lokar ríkissjónvarpinu

Gríska ríkisstjórnin hefur ákveðið að loka fyrir útsendingar í sjónvarpi og útvarpi hjá ríkisfjölmiðlinum ERT. Talsmaður ríkisstjórnarinnar segir að mögulega verði slökkt á útsendingum strax á morgun. Allir starfsmennirnir, 2500 að tölu verða settir í launalaust leyfi en til stendur að opna á ný eins fljótt og mögulegt er.

Þetta er nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar sem reynir nú að skera niður útgjöld á sem flestum sviðum í því augnamiði að ná landinu upp úr djúpri kreppu. Ríkisstöðin hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir bruðl og óhóflegan kostnað auk þess sem gagnsæi stofnunarinnar sé verulega ábótavant.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×