Erlent

Hleranir í góðu lagi

Jakob Bjarnar skrifar
Meirihlutinn lætur hið vakandi auga stóra bróður ekki fara fyrir brjóstið á sér.
Meirihlutinn lætur hið vakandi auga stóra bróður ekki fara fyrir brjóstið á sér.

Hartnær helmingur Bandaríkjamanna eru þeirrar skoðunar að umfangsmiklar hleranir og njósnir stjórnvalda á netinu séu í góðu lagi.

Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Reuters/Ipsos gerðu og birtu niðurstöður úr í gær. Fæstir sem svöruðu hafa miklar áhyggjur af hinum umfangsmiklu símahlerunum yfirvalda, sem greint hefur verið frá að undanförnu, og njósnum hins opinbera á netinu. Einn þriðji er þó þeirrar skoðunnar að slíkt sé óásættanlegt. Aðrir fóru milliveg og töldu að stjórnvöld þyrftu að geta rökstutt hvers vegna þau beittu hlerunum.

"Ég kýs að líta svo á að það sem stjórnvöld gera, það geri þau með þjóðarhag og hagsmuni heidarinnar að leiðarljósi," segir þjónn nokkur í Minneapolis, Stephen Johansson, 25 ára gamall. "En, það verður að vera rökstuðningur fyrir því hvers vegna slíkt er gert." Afstaða Johanssons er lýsandi fyrir afstöðu meirihlutans, þeirri er birtist í könnuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×