Erlent

Kínverski ríkisháskólinn efast um loftslagsbreytingar af mannavöldum

Kínverjar og Bandaríkjamenn hafa gjarnan verið svipaðrar skoðunar í loftslagsmálum
Kínverjar og Bandaríkjamenn hafa gjarnan verið svipaðrar skoðunar í loftslagsmálum Mynd/ AP

Kínverski ríkisháskólinn í náttúruvísindum, University of Chinese academy of Sciences, hefur þýtt og gefið út tvær viðamiklar skýrslur sem draga það í efa að hnattræn hlýnun sé af mannavöldum.

Skólinn segir í tilkynningu vegna útgáfunnar á heimasíðu sinni að alþjóðasamfélagið horfi framhjá veigamiklum sönnunargögnum þess efnis að loftslagsbreytingar séu ekki af mannavöldum. Niðurstöðurnar verða kynntar við athöfn á Xijiao hótelinu í Peking á laugardaginn, en skýrslur Kínverska háskólans eru þýðingar og endurútgáfur á skýrslum frá 2009 og 2011.

Í desember síðastliðnum stóð til að undirritaður yrði nýr sáttmáli á vegum Sameinuðu Þjóðanna. Sáttmálinn var þess efnis að nýjum og þyngri reglugerðum í umhverfismálum yrði komið á koppinn en ekkert varð úr vegna afstöðu Kínverskra stjórnvalda. Bandaríkin, Kanada, Japan, Indland, Rússland og Brasilía lögðust svo á sveif með Kínverjum og höfnuðu sáttmálanum.

Að sögn útgefanda upprunalegu skýrslunnar er ástæða synjunarinnar sú að víða sé að myndast tortryggni í garð vísindamanna sem hafa um langt skeið haldið því fram að stórslys sé í vændum vegna framgöngu manna í umhverfismálum og að nýrri sönnunargögn sýni að loftslagsbreytingar séu að meginstefnu til ekki af mannavöldum eins og af er látið.

Ljóst er að afstaða kínverskra stjórnvalda og fleiri iðnríkja í málaflokknum er umdeild, en umræða í málaflokknum er gjarnan lituð skoðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×