Erlent

Ekki fyrir viðkvæma: Tyrkneskur lögreglumaður skýtur mótmælanda í höfuðið

Jóhannes Stefánsson skrifar
Lögreglumaðurinn skýtur þremur skotum og það seinasta hafnar í höfuði eins mótmælendanna.
Lögreglumaðurinn skýtur þremur skotum og það seinasta hafnar í höfuði eins mótmælendanna. Mynd/ Skjáskot

Í myndbandinu sést þegar mótmælendur henda einhverju í höfuð lögreglumannnsins, en hann er með hjálm.

Lögreglumaðurinn bregst við með því að draga skammbyssu úr mjaðmarhulstri og skjóta þremur skotum. Fyrsta skotið hæfir fána sem einn mótmælendanna heldur á. Annað skotið virðist fara upp í loftið en það þriðja hæfir höfuð eins mótmælandans. Svo virðist sem lögreglumaðurinn hafi ætlað sér að skjóta viðvörunarskotum upp í loftið en hann heldur á byssunni með þeim hætti að hún slæst til í hendi hans með fyrrgreindum afleiðingum.

Myndbandið er ekki við hæfi barna.

slomo med from zero credibility on Vimeo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×