Erlent

Boða til verkfalla vegna lokunar ríkisútvarpsins

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar
Fjöldi fólks hefur mótmælt fyrir utan höfuðstöðvar ríkisúvarpsins.
Fjöldi fólks hefur mótmælt fyrir utan höfuðstöðvar ríkisúvarpsins. Fréttablaðið/AP

Tvö stærstu verkalýðsfélög Grikklands hafa boðað sólarhringsverkfall á fimmtudag til þess að mótmæla lokun gríska ríkisútvarpsins, ERT. Þá hafa samtök blaðamanna einnig boðað til verkfalls.

Tilkynnt var um lokunina í gærkvöldi og snemma í morgun var útsendingum í bæði útvarpi og sjónvarpi hætt að mestu. 2.500 starfsmenn ríkisútvarpsins hafa verið reknir, en halda áfram að flytja fréttir í gegnum netið í óleyfi.

Lokunin hefur vakið gríðarlega athygli og óánægju í Grikklandi og víðar. Stjórnarandstaðan krefst þess að forseti landsins breyti þessari ákvörðun.

Talsmaður grískra stjórnvalda, Simos Kedikoglou, sagði í morgun að nýtt ríkisútvarp fari í loftið fyrir haustið. „Þegar verið er að endurskipuleggja eitthvað frá grunni verður að loka, tímabundið,“ sagði hann. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×