Erlent

Facebook laðar að sér sjálfhverft fólk

Jóhannes Stefánsson skrifar
Mynd/ Shutterstock

Ný rannsókn hefur staðfest að stórnotendur samfélagsmiðla á borð við Facebook og Twitter eru jafnan sjálfhverfari en aðrir. Þeir sem sjá þörf á að deila miklu efni þrá athygli og viðurkenningu annarra meira en gengur og gerist.

Rannsakendurnir líkja Facebook við „spegil." „Þetta snýst um að hanna sína eigin ímynd, hvernig aðrir líta á þig og hvernig aðrir bregðast við þessari ímynd," sagði Elliot Panek sem var einn rannsakendanna.

Þá segir Elliot ungt fólk sem notar Twitter ofmeta mikilvægi skoðana sinna. „Unga fólkið er að reyna að stækka tengslanet sitt og deila skoðunum sínum á mjög breiðu sviði málefna."

Þetta segir á vef CBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×