Erlent

Bannað að vera með buxurnar á hælunum

Heimir Már Pétursson skrifar
Þessir menn yrðu bannaðir í Wildwood.
Þessir menn yrðu bannaðir í Wildwood.

Bæjarstjórinn í strandbænum Wildwood í New Jersey í Bandaríkjunum hefur skorið upp herör gegn þeirri tísku sérstaklega ungra karlmanna, að ganga með buxurnar hálfpartinn á hælunum, þannig að skýn í nærbuxurnar og jafnvel rassskoruna.

Ernst Troiano bæjarstjóri hefur innleitt þá reglu á gangstéttum bæjarins að buxur megi ekki hanga neðar en 3 tommur eða um 7,6 sentimetra neðan við mjaðmir fólks. Ef menn brjóta þessa reglu geta þeir átt von á þrjú til tólf þúsund króna sekt og fyrir ítrekuð brot allt að tuttugu og fjögurra þúsund króna sekt og jafn vel þegnskyldu vinnu í 40 klukkustundir.

Bæjarstjórinn segist hafa fengið fjölda kvartana frá gestum sem heimsótt hefur strandbæinn áratugum saman sem ofbjóði að börnin þeirra þurfi að horfa á nakið hold og jafnvel rassborur á fólki þegar það gengur um götur bæjarins. En nú þegar er bannað að ganga um bæinn í baðfötum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×