"Ég heyrði í fiskunum éta lík félaga minna" Jóhannes Stefánsson skrifar 13. júní 2013 12:01 Maðurinn var svo lánsamur að loft festist inni á salerni skipsins sem varð honum til lífs. Mynd/ Reuters/AFP Nígerískur maður, Harrison Okene, lifði af í tvo og hálfan sólarhring neðansjávar eftir að skip sökk þann 26. maí sl. með 12 manns innanborðs. Maðurinn var á salerni skipsins þegar það fór á hliðina og sökk loks með allri áhöfninni innanborðs. Eftir tvo daga ofan í sjónum þar sem loftið lak hægt og rólega út úr bátnum komu svo tveir kafarar sem voru komnir til að sækja lík áhafnarinnar. „Ég var þarna í vatninu í algjöru myrkri og hélt að þetta væru endalokin. Ég hélt alltaf að herbergið myndi fyllast af vatni en það gerðist ekki," sagði Okene í samtali við Reuters fréttastofuna. Hluti húðar Okene hafði flagnað af honum eftir að hafa verið í vatninu í svo langan tíma. „Ég var mjög svangur en sérstaklega var ég ofboðslega þyrstur. Skinnið flagnaði af tungunni á mér vegna saltvatnsins." Okene var á salerninu um borð í dráttarbátnum þegar hann fann að báturinn byrjaði að halla verulega. „Þegar ég kom út af salerninu var niðdimmt og við vorum að reyna að fikra okkur að útgöngulúgunni. Það voru þrír menn fyrir framan mig og skyndilega byrjaði vatnið að streyma inn. Ég sá þann fyrsta, svo annan og svo þann þriðja skola burt og ég vissi að þeir væru farnir." Okene snéri sér þá við en var um leið skolað inn á annað salerni á bátnum og var þar þegar báturinn skall á sjávarbotninum. Okene var klæddur nærbuxunum einum saman og var inni á örlitlu salerninu, sem var á hvolfi, í einn sólarhring. Hann hélt sér uppi úr vatninu með því að hanga á vaskinum.Fiskar átu félaga hans Að því búnu synti hann inn í káetu skipstjórans sem var við hliðina á herberginu en á leiðinni varð Okene var við lík félaga sinna. „Það var niðdimmt og ískalt og ég sá ekkert," en Okene segist hafa fundið lyktina af líkunum. „Ég varð var við líkin af þeim. Það voru einhverjir fiskar byrjaðir að éta þá, ég heyrði hljóðin af því. Það var hræðilegt." Okene reyndist vera um 30 metrum undir sjávarmáli þegar kafarar komu á staðinn til að athuga með lík áhafnarinnar. Hann heyrði í atgangi þeirra og byrjaði að banka í skipsskrokkinn í von um að kafararnir myndu heyra í honum, sem þeir gerðu. Þeim tókst að bjarga honum með því að setja á hann köfunarútbúnað en Okene þurfti að dveljast aðrar 60 klukkustundir í þrýstijöfnunarklefa á yfirborðinu til að lifa köfunina af. Nánar á vef Reuters. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Nígerískur maður, Harrison Okene, lifði af í tvo og hálfan sólarhring neðansjávar eftir að skip sökk þann 26. maí sl. með 12 manns innanborðs. Maðurinn var á salerni skipsins þegar það fór á hliðina og sökk loks með allri áhöfninni innanborðs. Eftir tvo daga ofan í sjónum þar sem loftið lak hægt og rólega út úr bátnum komu svo tveir kafarar sem voru komnir til að sækja lík áhafnarinnar. „Ég var þarna í vatninu í algjöru myrkri og hélt að þetta væru endalokin. Ég hélt alltaf að herbergið myndi fyllast af vatni en það gerðist ekki," sagði Okene í samtali við Reuters fréttastofuna. Hluti húðar Okene hafði flagnað af honum eftir að hafa verið í vatninu í svo langan tíma. „Ég var mjög svangur en sérstaklega var ég ofboðslega þyrstur. Skinnið flagnaði af tungunni á mér vegna saltvatnsins." Okene var á salerninu um borð í dráttarbátnum þegar hann fann að báturinn byrjaði að halla verulega. „Þegar ég kom út af salerninu var niðdimmt og við vorum að reyna að fikra okkur að útgöngulúgunni. Það voru þrír menn fyrir framan mig og skyndilega byrjaði vatnið að streyma inn. Ég sá þann fyrsta, svo annan og svo þann þriðja skola burt og ég vissi að þeir væru farnir." Okene snéri sér þá við en var um leið skolað inn á annað salerni á bátnum og var þar þegar báturinn skall á sjávarbotninum. Okene var klæddur nærbuxunum einum saman og var inni á örlitlu salerninu, sem var á hvolfi, í einn sólarhring. Hann hélt sér uppi úr vatninu með því að hanga á vaskinum.Fiskar átu félaga hans Að því búnu synti hann inn í káetu skipstjórans sem var við hliðina á herberginu en á leiðinni varð Okene var við lík félaga sinna. „Það var niðdimmt og ískalt og ég sá ekkert," en Okene segist hafa fundið lyktina af líkunum. „Ég varð var við líkin af þeim. Það voru einhverjir fiskar byrjaðir að éta þá, ég heyrði hljóðin af því. Það var hræðilegt." Okene reyndist vera um 30 metrum undir sjávarmáli þegar kafarar komu á staðinn til að athuga með lík áhafnarinnar. Hann heyrði í atgangi þeirra og byrjaði að banka í skipsskrokkinn í von um að kafararnir myndu heyra í honum, sem þeir gerðu. Þeim tókst að bjarga honum með því að setja á hann köfunarútbúnað en Okene þurfti að dveljast aðrar 60 klukkustundir í þrýstijöfnunarklefa á yfirborðinu til að lifa köfunina af. Nánar á vef Reuters.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira