"Ég heyrði í fiskunum éta lík félaga minna" Jóhannes Stefánsson skrifar 13. júní 2013 12:01 Maðurinn var svo lánsamur að loft festist inni á salerni skipsins sem varð honum til lífs. Mynd/ Reuters/AFP Nígerískur maður, Harrison Okene, lifði af í tvo og hálfan sólarhring neðansjávar eftir að skip sökk þann 26. maí sl. með 12 manns innanborðs. Maðurinn var á salerni skipsins þegar það fór á hliðina og sökk loks með allri áhöfninni innanborðs. Eftir tvo daga ofan í sjónum þar sem loftið lak hægt og rólega út úr bátnum komu svo tveir kafarar sem voru komnir til að sækja lík áhafnarinnar. „Ég var þarna í vatninu í algjöru myrkri og hélt að þetta væru endalokin. Ég hélt alltaf að herbergið myndi fyllast af vatni en það gerðist ekki," sagði Okene í samtali við Reuters fréttastofuna. Hluti húðar Okene hafði flagnað af honum eftir að hafa verið í vatninu í svo langan tíma. „Ég var mjög svangur en sérstaklega var ég ofboðslega þyrstur. Skinnið flagnaði af tungunni á mér vegna saltvatnsins." Okene var á salerninu um borð í dráttarbátnum þegar hann fann að báturinn byrjaði að halla verulega. „Þegar ég kom út af salerninu var niðdimmt og við vorum að reyna að fikra okkur að útgöngulúgunni. Það voru þrír menn fyrir framan mig og skyndilega byrjaði vatnið að streyma inn. Ég sá þann fyrsta, svo annan og svo þann þriðja skola burt og ég vissi að þeir væru farnir." Okene snéri sér þá við en var um leið skolað inn á annað salerni á bátnum og var þar þegar báturinn skall á sjávarbotninum. Okene var klæddur nærbuxunum einum saman og var inni á örlitlu salerninu, sem var á hvolfi, í einn sólarhring. Hann hélt sér uppi úr vatninu með því að hanga á vaskinum.Fiskar átu félaga hans Að því búnu synti hann inn í káetu skipstjórans sem var við hliðina á herberginu en á leiðinni varð Okene var við lík félaga sinna. „Það var niðdimmt og ískalt og ég sá ekkert," en Okene segist hafa fundið lyktina af líkunum. „Ég varð var við líkin af þeim. Það voru einhverjir fiskar byrjaðir að éta þá, ég heyrði hljóðin af því. Það var hræðilegt." Okene reyndist vera um 30 metrum undir sjávarmáli þegar kafarar komu á staðinn til að athuga með lík áhafnarinnar. Hann heyrði í atgangi þeirra og byrjaði að banka í skipsskrokkinn í von um að kafararnir myndu heyra í honum, sem þeir gerðu. Þeim tókst að bjarga honum með því að setja á hann köfunarútbúnað en Okene þurfti að dveljast aðrar 60 klukkustundir í þrýstijöfnunarklefa á yfirborðinu til að lifa köfunina af. Nánar á vef Reuters. Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Nígerískur maður, Harrison Okene, lifði af í tvo og hálfan sólarhring neðansjávar eftir að skip sökk þann 26. maí sl. með 12 manns innanborðs. Maðurinn var á salerni skipsins þegar það fór á hliðina og sökk loks með allri áhöfninni innanborðs. Eftir tvo daga ofan í sjónum þar sem loftið lak hægt og rólega út úr bátnum komu svo tveir kafarar sem voru komnir til að sækja lík áhafnarinnar. „Ég var þarna í vatninu í algjöru myrkri og hélt að þetta væru endalokin. Ég hélt alltaf að herbergið myndi fyllast af vatni en það gerðist ekki," sagði Okene í samtali við Reuters fréttastofuna. Hluti húðar Okene hafði flagnað af honum eftir að hafa verið í vatninu í svo langan tíma. „Ég var mjög svangur en sérstaklega var ég ofboðslega þyrstur. Skinnið flagnaði af tungunni á mér vegna saltvatnsins." Okene var á salerninu um borð í dráttarbátnum þegar hann fann að báturinn byrjaði að halla verulega. „Þegar ég kom út af salerninu var niðdimmt og við vorum að reyna að fikra okkur að útgöngulúgunni. Það voru þrír menn fyrir framan mig og skyndilega byrjaði vatnið að streyma inn. Ég sá þann fyrsta, svo annan og svo þann þriðja skola burt og ég vissi að þeir væru farnir." Okene snéri sér þá við en var um leið skolað inn á annað salerni á bátnum og var þar þegar báturinn skall á sjávarbotninum. Okene var klæddur nærbuxunum einum saman og var inni á örlitlu salerninu, sem var á hvolfi, í einn sólarhring. Hann hélt sér uppi úr vatninu með því að hanga á vaskinum.Fiskar átu félaga hans Að því búnu synti hann inn í káetu skipstjórans sem var við hliðina á herberginu en á leiðinni varð Okene var við lík félaga sinna. „Það var niðdimmt og ískalt og ég sá ekkert," en Okene segist hafa fundið lyktina af líkunum. „Ég varð var við líkin af þeim. Það voru einhverjir fiskar byrjaðir að éta þá, ég heyrði hljóðin af því. Það var hræðilegt." Okene reyndist vera um 30 metrum undir sjávarmáli þegar kafarar komu á staðinn til að athuga með lík áhafnarinnar. Hann heyrði í atgangi þeirra og byrjaði að banka í skipsskrokkinn í von um að kafararnir myndu heyra í honum, sem þeir gerðu. Þeim tókst að bjarga honum með því að setja á hann köfunarútbúnað en Okene þurfti að dveljast aðrar 60 klukkustundir í þrýstijöfnunarklefa á yfirborðinu til að lifa köfunina af. Nánar á vef Reuters.
Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira