Erlent

Þriðja kynið bætist við

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Hvort ert þú KK, KVK eða X?
Hvort ert þú KK, KVK eða X?
Stjórnvöld í Ástralíu hafa nú breytt kynjareglum á þann veg að þriðja kynið hefur bæst við. Þannig getur fólk skilgreint sig sem karlkyns, kvenkyns eða óákveðins kyns.

Með nýju lögunum munu möguleikarnir KK og KVK halda áfram að vera til staðar á ýmsum persónulegum eyðublöðum, en frá og með 1 júlí mun möguleikinn á að haka í X fyrir óákveðið kyn bætist við.

Transfólk og fleiri hafa löngum átt í erfiðleikum með að skilgreina sig í ákveðnu kynhlutverki á persónulegum gögnum, en einstaklingar geta upplifað mikið ósamræmi að þessu leiti. Hingað til hefur hann, eða hún, þurft að skilgreina sig á einn hátt gagnvart samfélaginu og á annan gagnvart sjálfum sér og sínum nánustu.

Þetta á að auka samræmi og nákvæmni  í því hvernig ástralska ríkisstjórnin safnar og skráir niður persónulegar upplýsingar um fólk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×