Erlent

Mikil átök í Istanbúl í nótt

Hrund Þórsdóttir skrifar
Átökin í Tyrklandi hafa nú staðið yfir í 18 daga enhafa sjaldan verið jafn hörð og í gærkvöldi.
Átökin í Tyrklandi hafa nú staðið yfir í 18 daga enhafa sjaldan verið jafn hörð og í gærkvöldi. MYND/AFP
Hart var barist við Taksimtorg og Gezigarðinn í Istanbúl í nótt og héldu átökin áfram í morgun. Öryggissveitir réðust gegn þúsundum mótmælenda sem kveiktu elda, reistu vegatálma og grýttu óeirðalögregluna.

Átökin hafa sjaldan verið eins hörð en 18 dagar eru síðan þau hófust. Fjórir hafa látist og um 7.500 særst. Tayip Erdogan forsætisráðherra, hafði hótað að rýma garðinn en mótmælendur létu sér ekki segjast og sögðu sjónarvottar lögreglu hafa gengið mjög harkalega fram. Þegar garðurinn hafði verið tæmdur í gærkvöldi létu yfirvöld hreinsa hann með jarðýtum, en setulið mótmælenda skildi eftir sig ýmiss konar búnað, tjöld og fleira.

Átök brutust einnig út í Ankara þegar fréttist af atburðunum í Istanbúl en fylgismenn Erdogans og flokks hans hyggja á fundarhöld í Gezigarði í dag, til að lýsa yfir stuðningi við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×