Erlent

Ástand Mandela enn alvarlegt

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Nelson Mandela er dáður um allan heim.
Nelson Mandela er dáður um allan heim. MYND/AFP
Forseti Suður- Afríku, Jacob Zumba, greindi frá því í dag að Nelson Mandela væri nú á batavegi, en hann hefur dvalið á gjörgæslu vegna lungasýkingar síðustu átta daga. Mandela er þó enn mjög veikburða og ástand hans er talið mjög alvarlegt.

„Læknarnir hafa staðfest að honum hafi verið að batna síðustu tvo daga. Við erum þakklát fyrir það,“ sagði Zumba í yfirlýsingu.  Þetta er í þriðja skipti sem Mandela, sem er 95 ára gamall, er lagður inn á spítala á árinu og margir óttast að hann nái sér ekki í þetta sinn.

Mandela sat í fangelsi í 27 ár fyrir baráttu sína gegn  kynþáttaaðskilnaðarstefnuni í Afríku. Talið er að hægt sé að rekja lungnaskaðann til þess þegar hann vann í grjótnámu fangelsisins.

Mandela var sleppt úr haldi árið 1990 og hlaut hann Friðarverðlaun Nóbels árið 1993. Þá gegndi hann forsetaembætti í Suður- Afríku á árunum 1994 – 1999.

Reuters greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×