Erlent

Kötturinn Morris býður sig fram til bæjarstjóra

Kettinum Morris er margt til lista lagt. Hann kveðst geta gert betur en forverar sínir í bæjarstjórninni í Xalpa.
Kettinum Morris er margt til lista lagt. Hann kveðst geta gert betur en forverar sínir í bæjarstjórninni í Xalpa.
Köttur Morris hefur nú boðið sig fram til bæjarstjora í borginni Xalpa í Mexíkó. Kosningaloforð hans er fyrst og fremst að losa borgina við rottur. Þá lofar hann að sofa mikið og gera sem allra minnst.

Bæjarbúar hafa tekið vel í uppátækið og kosningabarátta Morrisar gengur vonum framar. Samkvæmt CNN er það aðallega vegna þess að fólk hefur fengið sig fullsatt af sviknum loforðum annarra stjórnmálamanna sem eru í framboði.

Kötturinn hefur gefið út yfirlýsingu um að hann gæti verið líklegur til að drasla svolítið til á skrifstofunni, en ólíkt þeim sem áður hafa verið þar ætlar hans ætlar hann sér að taka til eftir sig í stað þess að skilja draslið eftir fyrir aðra.

Tveir ungir menn stjórna kosningabaráttu kattarins Morrisar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×