Erlent

Féll af fimmtándu hæð og lifði það af

Þetta er húsið sem maðurinn féll fram af, hann var á 15. hæð.
Þetta er húsið sem maðurinn féll fram af, hann var á 15. hæð.
Breskur karlmaður lifði af fall af fimmtándu hæð íbúðablokkar á Nýja Sjálandi á laugardag.

Maðurinn læstist úti og hugðist komast inn í íbúð sína með því klifra á milli svala. Hann missti hins vegar jafnvægið og féll til jarðar.

Maðurinn háls- og rifbeinsbrotnaði , og hlaut innvortisblæðingar, en hann er ekki í lífshættu og er á batavegi að því fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×