Erlent

Stríðsglæpamaður saksóttur í Ungverjalandi

Þorgils Jónsson skrifar
Mál Laszlo Csatary hefur vakið mikla athygli.
Mál Laszlo Csatary hefur vakið mikla athygli.
98 ára gamall Ungverji var í dag ákærður fyrir að hafa tekið þátt í ofsóknum Nasista á gyðingum á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Laszlo Csatary var fyrst handtekinn í júlí í fyrra eftir að Simon Wiesenthal-stofnunin vakti athygli á málin hans.

Samkvæmt ákærunni var Csatary yfirmaður einangrunarbúða fyrir gyðinga í borginni Kosice, sem þá var hluti Ungverjalands, en þaðan voru þúsundir gyðinga sendir í útrýmingarbúðir Nasista. Er honum gefið að sök að hafa barið fanga, bæði með berum höndum og svipu.

Í stríðslok var hann dæmdur til dauða í Tékkóslóvakíu fyir stríðsglæpi, en hann flúði til Kanada þar sem hann sagðist vera flóttamaður frá Júgóslavíu. Þar bjó hann í tæpa hálfa öld og starfaði meðal annars sem listaverkasali.

Eftir að upp komst um ósannsögli hans var hann sviptur ríkisborgararétti árið 1997 og flúði land. Hann fór síðan huldu höfði þar til hann fannst á ný í fyrra.

Csatary neitar sök í málinu.

Talskona saksóknara í Ungverjalandi sagði í dag að búist væri við því að réttarhöldin gætu hafist innan þriggja mánaða. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×