Erlent

Skelfilegar afleiðingar skýstróks

Veðurfræðingar segja að óveðrið sé nú að snúa sér til austurs með stefnuna á Ohio.
Veðurfræðingar segja að óveðrið sé nú að snúa sér til austurs með stefnuna á Ohio.

Skýstrókar gengu á ný yfir Oklahoma ríki í Bandaríkjunum í gær með þeim afleiðingum að minnsta kosti fimm manns létu lífið.

Strókarnir fóru yfir á svipuðum slóðum og fyrir tveimur vikum, í nágrenni bæjarins Moore, en þá létust tuttugu og fjórir. Hvirfilbilirnir mynduðust á háannatíma þegar margir voru á leið heim til sín úr vinnu fyrir helgina.

Fjölmargir festust í bifreiðum sínum og mikið umferðaröngþveiti skapaðist. Rafmagn fór af sextíu þúsund heimilum og víða fylgdi strókunum svo mikið úrhelli að götur fóru á bólakaf.

Veðurfræðingar segja að óveðrið sé nú að snúa sér til austurs með stefnuna á Ohio.

Á meðal þeirra sem létust voru móðir og barn hennar en þau voru í bíl sem tókst á loft í einum skýstróknum.

Tugir eru slasaðir, þar af fimm lífshættulega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×