Erlent

Bradley Manning fyrir dóm á morgun

Mótmæli hafa átt sér stað víða um heim til stuðnings Bradley Manning, en herréttarhöld í máli hans hefjast á morgun, þremur árum eftir að hann var handtekinn.

Manning lak tugþúsundum leyniskjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustu Bandaríkjanna til upplýsingavefsíðunnar Wikileaks.

Hann er meðal annars sakaður um að aðstoða óvininn, sem gæti kostað hann lífstíðardóm án möguleika á reynslulausn.

Manning neitar þessum ásökunum og kveðst aðeins hafa viljað upplýsa almenning og skapa umræðu um stefnu Bandaríkjanna í utanríkismálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×