Erlent

93 farast í eldsvoða í Kína

JBG skrifar
Öryggismál eru víða í ólestri í Kína.
Öryggismál eru víða í ólestri í Kína.

Í það minnsta 93 fórust og fjöldi manna slasaðist þegar eldur gaus upp í alifuglasláturhúsi í Jilin í Norðaustur-Kína í morgun.

Um 350 manns voru að störfum í sláturhúsinu þegar eldurinn kom upp og varð ekki við neitt ráðið. Illa hefur gengið að ráða niðurlögum eldsins. Þrjár sprengingar virðast hafa orðið í verksmiðjunni, þegar vaktaskipti voru á vinnustaðnum, en samkvæmt AP fréttaskeyti eru fréttir óljósar og verjast yfirvöld fregna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×