Erlent

Aukin harka í mótmælum í Tyrklandi

JBG skrifar
Lögreglan í Tyrklandi er sögð hafa beitt óþarflega mikilli hörku í aðgerðum sínum gegn mótmælendum.
Lögreglan í Tyrklandi er sögð hafa beitt óþarflega mikilli hörku í aðgerðum sínum gegn mótmælendum.

Tugþúsundir manna þustu út á götur fjögurra stærstu borga Tyrklands í gær til að mótmæla ofríki og hörku stjórnvalda.

Upphaflega var um friðsæl mótmæli að ræða, vegna fyrirhugaðrar byggingar verslunarmiðstöðvar í Ankara, en vegna harkalegra viðbragða lögreglu, sem mótmælendur vilja meina að hafi ekki verið í nokkru samræmi við tilefnið, hafa mótmælin magnast.

Lögreglan brást hart við mótmælunum í gær og skaut meðal annars táragasi að mannafjöldanum. Þetta var þriðji dagurinn sem mótmælt er í Tyrklandi, sem einkennast af því af bílflautum sem þeyttar eru og barið er í potta og pönnur. Mótmælendur telja að núverandi stjórnvöld séu smátt og smátt að færa stjórnarhætti í átt til Íslams sem sé gagnstætt stjórnarskrá landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×