Erlent

Minnast Tianamen-ódæða svartklædd

ÞJ skrifar
24 ár eru á morgun frá því að hundruð manna féllu í aðgerðum gegn mótmælendum á Tiananmen-torgi í peking.
24 ár eru á morgun frá því að hundruð manna féllu í aðgerðum gegn mótmælendum á Tiananmen-torgi í peking. NordicPhotos/Getty

Andófsmenn í Kína hvöttu almenning til þess að klæðast svörtu á morgun til að minnast þess að þá verða 24 ár liðin frá því að friðsamleg mótmæli á Tiananmen-torgi voru barin niður með hervaldi.

Hundruð eru talin hafa látist og hundruð til viðbótar er herinn greip til aðgerða, en yfirvöld hafa aldrei upplýst að fullu hvað gerðist þennan dag. Opinbera söguskoðunin er sú að mótmælin hafi verið óeirðir gagnbyltingarsinna.

Umræða um atburðina hefur verið þögguð niður að mestu, en þökk sé nýjum félagsmiðlum, til dæmis Weibo, hefur verið ákveðin vakning í þessum efnum síðustu ár að mati andófsmannsins Hu Jia.

Mótmæli eru bönnuð á meginlandi Kína, en í Hong Kong, þar sem tjáningarfrelsi er meira, eru tugþúsundir saman komin í Viktoríugarði til að minnast tímamótanna.

Hu eygir von um að slík réttindi munu breiðast út um allt Kína áður en langt um líður.

„Eftir því sem miðlun upplýsinga vex ásmegin, munum við bera kyndil allt frá Viktoríugarði að Tiananmen-torgi í Peking,“ sagði Hu, sem sjálfum er haldið í stofufangelsi þessa dagana og verður allt fram yfir tímamótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×