Erlent

119 fórust í eldsvoðanum í Kína

ÞJ skrifar
119 fórust í eldsvoðanum sem kom upp í hænsnabúinu í morgun.
119 fórust í eldsvoðanum sem kom upp í hænsnabúinu í morgun. Mynd/AP

Að minnsta kosti 119 manns létu lífið í eldsvoða sem kom upp eftir að sprenging varð í hænsnabúi í norð-austurhluta Kína í morgun. Harmleikurinn þykir varpa ljósi á slæmar öryggisaðstæður í framleiðslugeiranum í landinu.

Auk þess slösuðust tugir annarra, en upptök eldsins eru rakin til sprenginga eftir ammoníaksleka. Á þeim tíma voru vaktaskipti og um 350 manns í húsinu.

Flókið skipulag hússins, fjölmargir ranghalar, þröngir gangar og flöskuhálsar, gerði starfsfólki erfitt um vik að flýja af vettvangi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×