Matthías mættur til að skapa 150 störf á Bíldudal Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júní 2013 18:45 Laxeldi stefnir í að valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum og skapa mörghundruð störf. Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuður í Noregi, kom til landsins fyrir helgi til að byggja upp 150 manna fyrirtæki á Bíldudal. Hann segir að stjórnvöld verði að fylgja með í uppbyggingu innviða á Vestfjörðum. Fjarðalax virðist bara byrjunin á laxeldisævintýrinu á sunnanverðum Vestfjörðum, starfsmenn þess nálgast nú fjörutíu talsins, en bátur fyrirtækisins sést í fréttum Stöðvar 2 koma með 20 tonn til löndunar á Bíldudal. Fjarðalax elur lax í sjókvíum í Arnarfirði, Tálknafirði og Patreksfirði og er komið með vinnslu á Patreksfirði. Annað fyrirtæki, Arnarlax, undir forystu þeirra Matthíasar Garðarssonar og Víkings Gunnarssonar, er sömuleiðis að hefja mikla uppbyggingu. Matthías segist gera ráð fyrir að heildarfjárfesting Arnarlax í verksmiðju á Bíldudal, lífmassa, skipum og öðru muni nálgast þrjá milljarða króna þar til framleiðsla hefst á árunum 2015-2016. Matthías er fæddur og uppalinn á Bíldudal en flutti til Noregs fyrir 35 árum þar sem hann byggði upp laxeldi og stærsta útflutningsfyrirtæki Noregs á sviði frystra laxaafurða. Hann hefur nú ákveðið að flytja matvælaiðjuna til Vestfjarða. „Árið 2016 munu koma fullunnir neytendapakkar í verslanakeðjur í Þýskalandi, framleiddir á Bíldudal," segir Matthías. Það kallar í fyrstu á 50-70 manns en síðan muni starfsmönnum fjölga. „Nema einhverjir stoppi okkur." Áhyggjum vegna umhverfisþátta svarar Matthías með því að það séu hagsmunir fiskeldis að ströngum kröfum verði fylgt. „Kröfurnar hérna eru að ýmsu leyti ekki nógu strangar. Þá segjum við OK. Þá gerum við okkar kröfur, sem eru strangari, vegna þess að við vitum hvað þetta snýst um." Arnarlax er kominn með leyfi til þrjú þúsund tonna laxeldis í Arnarfirði en hefur sótt um tíu þúsund tonna leyfi. Í þeirri stærð segist Matthías þurfa 150 starfsmenn, bara í framleiðslu og á sjó. „Það liggur alveg ljóst fyrir, þegar þú sérð þennan stað, að það eru hvorki til íbúðir né fólk til þess," segir Matthías og horfir yfir Bíldudal. Ríki og sveitarfélög verði að gera sitt til að búa í haginn. „Og sjá þessa möguleika með okkur. Ekki bara hérna á Bíldudal. Það eru möguleikar um alla Vestfirði til þess að nota þessar auðlindir í fjörðunum til þess að byggja upp laxeldi. Við erum að tala um mörghundruð störf, bara miðað við hráefni úr þessum firði, þegar hann verður nýttur." Og það á næstu sjö árum, fyrir árið 2020, segir Matthías. Tengdar fréttir Laxeldi í sjó verði stöðvað Orri Vigfússon, helsti baráttumaður fyrir verndun villtra laxastofna, vill að stjórnvöld stöðvi nú þegar allt laxeldi í sjó. Hann óttast umhverfisslys. Laxeldi í sjókvíum stefnir í að verða umfangsmikil atvinnugrein, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 úr Arnarfirði í fyrradag. Orri Vigfússon vill að stjórnvöld grípi nú þegar í taumana. "Mér finnst að það eigi að stoppa þetta strax, já," segir Orri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. 15. mars 2013 18:45 Fiskeldismenn kalla eftir vegabótum á Vestfjörðum Milljarðauppbygging fiskeldis á Vestfjörðum kallar á stórfelldar vegabætur strax, segir framkvæmdastjóri Arnarlax. Vegirnir á Vestfjörðum séu einfaldlega ónýtir. Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki er að flytja alla starfsemi sína frá Norður-Noregi til sunnaverðra Vestfjarða og hyggst byggja þar seiðaeldisstöð, laxasláturhús og fiskréttaverksmiðju í nafni Arnarlax. Náttúrulegar aðstæður í Arnarfirði þykja ákjósanlegar en annað gildir um innviði eins og vegi sem ráðamenn félagsins segja að verði að bæta. "Þetta er mjög einfalt mál. Vegirnir eru ónýtir. 16. mars 2013 21:23 Norsk matvælaiðja flytur til Bíldudals Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki hefur ákveðið að flytja alla starfsemi sína til Vestfjarða og reisa fiskréttaverksmiðju á Bíldudal en með því skapast 130 ný störf. Framkvæmdir hefjast strax í sumar og verður þetta ein stærsta erlenda fjárfesting í sögu fjórðungsins. Flugvél Flugfélagsins Ernis lenti á Bíldudalsflugvelli í dag með 350 þúsund laxahrogn og það þótti hæfa að Viilborg Jónsdóttir ljósmóðir á Bíldudal tæki á móti þessari fyrstu kynslóð væntanlegra eldislaxa sem verða grunnur mikillar uppbyggingar á vegum Arnarlax. 13. mars 2013 19:32 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Sjá meira
Laxeldi stefnir í að valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum og skapa mörghundruð störf. Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuður í Noregi, kom til landsins fyrir helgi til að byggja upp 150 manna fyrirtæki á Bíldudal. Hann segir að stjórnvöld verði að fylgja með í uppbyggingu innviða á Vestfjörðum. Fjarðalax virðist bara byrjunin á laxeldisævintýrinu á sunnanverðum Vestfjörðum, starfsmenn þess nálgast nú fjörutíu talsins, en bátur fyrirtækisins sést í fréttum Stöðvar 2 koma með 20 tonn til löndunar á Bíldudal. Fjarðalax elur lax í sjókvíum í Arnarfirði, Tálknafirði og Patreksfirði og er komið með vinnslu á Patreksfirði. Annað fyrirtæki, Arnarlax, undir forystu þeirra Matthíasar Garðarssonar og Víkings Gunnarssonar, er sömuleiðis að hefja mikla uppbyggingu. Matthías segist gera ráð fyrir að heildarfjárfesting Arnarlax í verksmiðju á Bíldudal, lífmassa, skipum og öðru muni nálgast þrjá milljarða króna þar til framleiðsla hefst á árunum 2015-2016. Matthías er fæddur og uppalinn á Bíldudal en flutti til Noregs fyrir 35 árum þar sem hann byggði upp laxeldi og stærsta útflutningsfyrirtæki Noregs á sviði frystra laxaafurða. Hann hefur nú ákveðið að flytja matvælaiðjuna til Vestfjarða. „Árið 2016 munu koma fullunnir neytendapakkar í verslanakeðjur í Þýskalandi, framleiddir á Bíldudal," segir Matthías. Það kallar í fyrstu á 50-70 manns en síðan muni starfsmönnum fjölga. „Nema einhverjir stoppi okkur." Áhyggjum vegna umhverfisþátta svarar Matthías með því að það séu hagsmunir fiskeldis að ströngum kröfum verði fylgt. „Kröfurnar hérna eru að ýmsu leyti ekki nógu strangar. Þá segjum við OK. Þá gerum við okkar kröfur, sem eru strangari, vegna þess að við vitum hvað þetta snýst um." Arnarlax er kominn með leyfi til þrjú þúsund tonna laxeldis í Arnarfirði en hefur sótt um tíu þúsund tonna leyfi. Í þeirri stærð segist Matthías þurfa 150 starfsmenn, bara í framleiðslu og á sjó. „Það liggur alveg ljóst fyrir, þegar þú sérð þennan stað, að það eru hvorki til íbúðir né fólk til þess," segir Matthías og horfir yfir Bíldudal. Ríki og sveitarfélög verði að gera sitt til að búa í haginn. „Og sjá þessa möguleika með okkur. Ekki bara hérna á Bíldudal. Það eru möguleikar um alla Vestfirði til þess að nota þessar auðlindir í fjörðunum til þess að byggja upp laxeldi. Við erum að tala um mörghundruð störf, bara miðað við hráefni úr þessum firði, þegar hann verður nýttur." Og það á næstu sjö árum, fyrir árið 2020, segir Matthías.
Tengdar fréttir Laxeldi í sjó verði stöðvað Orri Vigfússon, helsti baráttumaður fyrir verndun villtra laxastofna, vill að stjórnvöld stöðvi nú þegar allt laxeldi í sjó. Hann óttast umhverfisslys. Laxeldi í sjókvíum stefnir í að verða umfangsmikil atvinnugrein, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 úr Arnarfirði í fyrradag. Orri Vigfússon vill að stjórnvöld grípi nú þegar í taumana. "Mér finnst að það eigi að stoppa þetta strax, já," segir Orri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. 15. mars 2013 18:45 Fiskeldismenn kalla eftir vegabótum á Vestfjörðum Milljarðauppbygging fiskeldis á Vestfjörðum kallar á stórfelldar vegabætur strax, segir framkvæmdastjóri Arnarlax. Vegirnir á Vestfjörðum séu einfaldlega ónýtir. Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki er að flytja alla starfsemi sína frá Norður-Noregi til sunnaverðra Vestfjarða og hyggst byggja þar seiðaeldisstöð, laxasláturhús og fiskréttaverksmiðju í nafni Arnarlax. Náttúrulegar aðstæður í Arnarfirði þykja ákjósanlegar en annað gildir um innviði eins og vegi sem ráðamenn félagsins segja að verði að bæta. "Þetta er mjög einfalt mál. Vegirnir eru ónýtir. 16. mars 2013 21:23 Norsk matvælaiðja flytur til Bíldudals Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki hefur ákveðið að flytja alla starfsemi sína til Vestfjarða og reisa fiskréttaverksmiðju á Bíldudal en með því skapast 130 ný störf. Framkvæmdir hefjast strax í sumar og verður þetta ein stærsta erlenda fjárfesting í sögu fjórðungsins. Flugvél Flugfélagsins Ernis lenti á Bíldudalsflugvelli í dag með 350 þúsund laxahrogn og það þótti hæfa að Viilborg Jónsdóttir ljósmóðir á Bíldudal tæki á móti þessari fyrstu kynslóð væntanlegra eldislaxa sem verða grunnur mikillar uppbyggingar á vegum Arnarlax. 13. mars 2013 19:32 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Sjá meira
Laxeldi í sjó verði stöðvað Orri Vigfússon, helsti baráttumaður fyrir verndun villtra laxastofna, vill að stjórnvöld stöðvi nú þegar allt laxeldi í sjó. Hann óttast umhverfisslys. Laxeldi í sjókvíum stefnir í að verða umfangsmikil atvinnugrein, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 úr Arnarfirði í fyrradag. Orri Vigfússon vill að stjórnvöld grípi nú þegar í taumana. "Mér finnst að það eigi að stoppa þetta strax, já," segir Orri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. 15. mars 2013 18:45
Fiskeldismenn kalla eftir vegabótum á Vestfjörðum Milljarðauppbygging fiskeldis á Vestfjörðum kallar á stórfelldar vegabætur strax, segir framkvæmdastjóri Arnarlax. Vegirnir á Vestfjörðum séu einfaldlega ónýtir. Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki er að flytja alla starfsemi sína frá Norður-Noregi til sunnaverðra Vestfjarða og hyggst byggja þar seiðaeldisstöð, laxasláturhús og fiskréttaverksmiðju í nafni Arnarlax. Náttúrulegar aðstæður í Arnarfirði þykja ákjósanlegar en annað gildir um innviði eins og vegi sem ráðamenn félagsins segja að verði að bæta. "Þetta er mjög einfalt mál. Vegirnir eru ónýtir. 16. mars 2013 21:23
Norsk matvælaiðja flytur til Bíldudals Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki hefur ákveðið að flytja alla starfsemi sína til Vestfjarða og reisa fiskréttaverksmiðju á Bíldudal en með því skapast 130 ný störf. Framkvæmdir hefjast strax í sumar og verður þetta ein stærsta erlenda fjárfesting í sögu fjórðungsins. Flugvél Flugfélagsins Ernis lenti á Bíldudalsflugvelli í dag með 350 þúsund laxahrogn og það þótti hæfa að Viilborg Jónsdóttir ljósmóðir á Bíldudal tæki á móti þessari fyrstu kynslóð væntanlegra eldislaxa sem verða grunnur mikillar uppbyggingar á vegum Arnarlax. 13. mars 2013 19:32