Norsk matvælaiðja flytur til Bíldudals Kristján Már Unnarsson skrifar 13. mars 2013 19:32 Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki hefur ákveðið að flytja alla starfsemi sína til Vestfjarða og reisa fiskréttaverksmiðju á Bíldudal en með því skapast 130 ný störf. Framkvæmdir hefjast strax í sumar og verður þetta ein stærsta erlenda fjárfesting í sögu fjórðungsins. Flugvél Flugfélagsins Ernis lenti á Bíldudalsflugvelli í dag með 350 þúsund laxahrogn og það þótti hæfa að Viilborg Jónsdóttir, ljósmóðir á Bíldudal, tæki á móti þessari fyrstu kynslóð væntanlegra eldislaxa sem verða grunnur mikillar uppbyggingar á vegum Arnarlax. Hrognin munu klekjast út í nýrri seiðaeldisstöð fyrirtækisins í Tálknafirði og fara svo sem seiði í eldiskvíar í Arnarfirði. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, að bakhjarl fyrirtækisins, Salmus í Noregi og eigendur þess, hafi ákveðið að hætta starfsemi í Noregi og flytja fyrirtækið á Bíldudal þar sem byggð verði upp fullbúin laxaverksmiðja. Bílddælingurinn Matthías Garðarsson og Kristian Matthiasson, sonur hans, sem búsettir eru í Noregi, eru á bak við verkefnið ásamt þýskum samstarfsaðilum og heimamönnum á Bíldudal. Verksmiðjan verður í líkingu við þá sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2 og mun hún fullvinna laxaafurðir í neytendaumbúðir. Gerð verksmiðjulóðar á Bíldudal á að hefjast strax í sumar með uppfyllingu norðan kalkþörungavinnslunnar, þar rísa laxasláturhús og fiskréttaverksmiðja og er markmiðið að vinnslan hefjist í árslok 2015. Með ákvörðun um að flytja alla starfsemi til Íslands verður verkefnið stærra en áður var áformað og áætlar Arnarlax að verja allt að þremur milljörðum króna til framkvæmdanna. Víkingur segir að í ársbyrjun 2016 þurfi fyrirtækið að vera komið með 60 manns í vinnu og allt upp í 130 manns þegar eldið aukist. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki hefur ákveðið að flytja alla starfsemi sína til Vestfjarða og reisa fiskréttaverksmiðju á Bíldudal en með því skapast 130 ný störf. Framkvæmdir hefjast strax í sumar og verður þetta ein stærsta erlenda fjárfesting í sögu fjórðungsins. Flugvél Flugfélagsins Ernis lenti á Bíldudalsflugvelli í dag með 350 þúsund laxahrogn og það þótti hæfa að Viilborg Jónsdóttir, ljósmóðir á Bíldudal, tæki á móti þessari fyrstu kynslóð væntanlegra eldislaxa sem verða grunnur mikillar uppbyggingar á vegum Arnarlax. Hrognin munu klekjast út í nýrri seiðaeldisstöð fyrirtækisins í Tálknafirði og fara svo sem seiði í eldiskvíar í Arnarfirði. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, að bakhjarl fyrirtækisins, Salmus í Noregi og eigendur þess, hafi ákveðið að hætta starfsemi í Noregi og flytja fyrirtækið á Bíldudal þar sem byggð verði upp fullbúin laxaverksmiðja. Bílddælingurinn Matthías Garðarsson og Kristian Matthiasson, sonur hans, sem búsettir eru í Noregi, eru á bak við verkefnið ásamt þýskum samstarfsaðilum og heimamönnum á Bíldudal. Verksmiðjan verður í líkingu við þá sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2 og mun hún fullvinna laxaafurðir í neytendaumbúðir. Gerð verksmiðjulóðar á Bíldudal á að hefjast strax í sumar með uppfyllingu norðan kalkþörungavinnslunnar, þar rísa laxasláturhús og fiskréttaverksmiðja og er markmiðið að vinnslan hefjist í árslok 2015. Með ákvörðun um að flytja alla starfsemi til Íslands verður verkefnið stærra en áður var áformað og áætlar Arnarlax að verja allt að þremur milljörðum króna til framkvæmdanna. Víkingur segir að í ársbyrjun 2016 þurfi fyrirtækið að vera komið með 60 manns í vinnu og allt upp í 130 manns þegar eldið aukist.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira