Norsk matvælaiðja flytur til Bíldudals Kristján Már Unnarsson skrifar 13. mars 2013 19:32 Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki hefur ákveðið að flytja alla starfsemi sína til Vestfjarða og reisa fiskréttaverksmiðju á Bíldudal en með því skapast 130 ný störf. Framkvæmdir hefjast strax í sumar og verður þetta ein stærsta erlenda fjárfesting í sögu fjórðungsins. Flugvél Flugfélagsins Ernis lenti á Bíldudalsflugvelli í dag með 350 þúsund laxahrogn og það þótti hæfa að Viilborg Jónsdóttir, ljósmóðir á Bíldudal, tæki á móti þessari fyrstu kynslóð væntanlegra eldislaxa sem verða grunnur mikillar uppbyggingar á vegum Arnarlax. Hrognin munu klekjast út í nýrri seiðaeldisstöð fyrirtækisins í Tálknafirði og fara svo sem seiði í eldiskvíar í Arnarfirði. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, að bakhjarl fyrirtækisins, Salmus í Noregi og eigendur þess, hafi ákveðið að hætta starfsemi í Noregi og flytja fyrirtækið á Bíldudal þar sem byggð verði upp fullbúin laxaverksmiðja. Bílddælingurinn Matthías Garðarsson og Kristian Matthiasson, sonur hans, sem búsettir eru í Noregi, eru á bak við verkefnið ásamt þýskum samstarfsaðilum og heimamönnum á Bíldudal. Verksmiðjan verður í líkingu við þá sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2 og mun hún fullvinna laxaafurðir í neytendaumbúðir. Gerð verksmiðjulóðar á Bíldudal á að hefjast strax í sumar með uppfyllingu norðan kalkþörungavinnslunnar, þar rísa laxasláturhús og fiskréttaverksmiðja og er markmiðið að vinnslan hefjist í árslok 2015. Með ákvörðun um að flytja alla starfsemi til Íslands verður verkefnið stærra en áður var áformað og áætlar Arnarlax að verja allt að þremur milljörðum króna til framkvæmdanna. Víkingur segir að í ársbyrjun 2016 þurfi fyrirtækið að vera komið með 60 manns í vinnu og allt upp í 130 manns þegar eldið aukist. Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki hefur ákveðið að flytja alla starfsemi sína til Vestfjarða og reisa fiskréttaverksmiðju á Bíldudal en með því skapast 130 ný störf. Framkvæmdir hefjast strax í sumar og verður þetta ein stærsta erlenda fjárfesting í sögu fjórðungsins. Flugvél Flugfélagsins Ernis lenti á Bíldudalsflugvelli í dag með 350 þúsund laxahrogn og það þótti hæfa að Viilborg Jónsdóttir, ljósmóðir á Bíldudal, tæki á móti þessari fyrstu kynslóð væntanlegra eldislaxa sem verða grunnur mikillar uppbyggingar á vegum Arnarlax. Hrognin munu klekjast út í nýrri seiðaeldisstöð fyrirtækisins í Tálknafirði og fara svo sem seiði í eldiskvíar í Arnarfirði. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, að bakhjarl fyrirtækisins, Salmus í Noregi og eigendur þess, hafi ákveðið að hætta starfsemi í Noregi og flytja fyrirtækið á Bíldudal þar sem byggð verði upp fullbúin laxaverksmiðja. Bílddælingurinn Matthías Garðarsson og Kristian Matthiasson, sonur hans, sem búsettir eru í Noregi, eru á bak við verkefnið ásamt þýskum samstarfsaðilum og heimamönnum á Bíldudal. Verksmiðjan verður í líkingu við þá sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2 og mun hún fullvinna laxaafurðir í neytendaumbúðir. Gerð verksmiðjulóðar á Bíldudal á að hefjast strax í sumar með uppfyllingu norðan kalkþörungavinnslunnar, þar rísa laxasláturhús og fiskréttaverksmiðja og er markmiðið að vinnslan hefjist í árslok 2015. Með ákvörðun um að flytja alla starfsemi til Íslands verður verkefnið stærra en áður var áformað og áætlar Arnarlax að verja allt að þremur milljörðum króna til framkvæmdanna. Víkingur segir að í ársbyrjun 2016 þurfi fyrirtækið að vera komið með 60 manns í vinnu og allt upp í 130 manns þegar eldið aukist.
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira