Erlent

Eldur í neðanjarðarlest í Moskvu

JBG skrifar
Þúsundir manna þurftu að yfirgefa neðanjarðarlest í Moskvu eftir að eldur kom upp í henni.
Þúsundir manna þurftu að yfirgefa neðanjarðarlest í Moskvu eftir að eldur kom upp í henni.

Um 4,500 manns þurftu að yfirgefa neðanjarðarlest í Moskvu höfuðborg Rússlands í morgun eftir að eldur kom upp í henni.

Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagnsleiðslum. Fylltist lestin af reyk samkvæmt frétt AFP. Samkvæmt upplýsingum frá rússneskum yfirvöldum var lestin í námunda við lestarstöðina Okh-otny Ryad þegar eldurinn kom upp, skammt frá forsetahöllinni í Kreml. Ekki er vitað til þess að neinn hafi látist en fjöldi manna hafa þurfti á læknisaðstoð að halda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×