Erlent

Hékk á annarri hendi í 76 metra hæð

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar

Breski ofurhuginn James Kingston klifraði á dögunum upp 76 metra háan byggingakrana í Southamtpon í Bretlandi án öryggisbúnaðar. Hann lét ekki þar við sitja og tók upp á því að  hanga niður af krananum á annarri hendi þegar upp var komið.

Kingston var með sérstaka myndavél fasta á bringunni auk þess em búið var að koma myndavél fyrir á krananum sjálfum. Hann sagði í viðtali við Daily Mail að hann hafi ákveðið að stökkva á tækifærið þegar þessi hái krani var settur upp i borginni. „Það eru engin svona há mannvirki í borginni. Ég stóðst ekki mátið ákvað að klifra upp til að ná nokkrum mögnuðum ljósmyndum.“

Kingston segist ekki hafa óttast um líf sitt þó enginn öryggisbúnaður væri til staðar. „Ég fór ekki þarna upp til að deyja, ég fór upp til að lifa.“

Í spilaranum hér að ofan er hægt að sjá  Kingston klifra upp byggingakranann og hanga svo fram af honum. Myndbandið er ekki fyrir lofthrædda.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×