Erlent

Koffein-fráhvörf nú skilgreind sem geðröskun

Jóhannes Stefánsson skrifar
Koffein er örvandi lyf.
Koffein er örvandi lyf.

Samkvæmt nýjustu útgáfu greiningahandbókarinnar DSM-V sem bandarísku geðlæknasamtökin American Psychiatric Association (APA) gefa út eru koffein-fráhvörf nú skilgreind sem geðröskun.

„Koffein er milt örvandi lyf sem nánast allir nota daglega." Sagði Dr. Charles O'Brien í viðtali við New York Post. O'Brien er formaður nefndar á vegum APA sem höndlar með raskanir sem tengjast lyfjum. „En koffein hefur sína ókosti eftirá. Ef þú drekkur mikið af kaffi, eða um tvo til þrjá bolla í einu, þá muntu finna fyrir fráhvörfum," sagði O'Brien.

Þá ættu allir sem drekka mikið kaffi að vita að það er ekki hlaupið að því að hætta drykkjunni, enda geta fráhvarfseinkennin verið erfið. Höfuðverkur, þreyta og einbeitingarskortur geta gert vart við sig ef reglulegri kaffidrykkju er skyndilega hætt.

Alan J. Budney, Nefndarmaður í APA segir næg gögn vera til svo hægt sé að skilgreina koffein-fráhvörf með þessum hætti: „Það eru nægilega margir sem fara í fráhvörf ef þeir fá ekki koffein. Þetta verða alvöru einkenni og geta haft áhrif á vinnu, svefn eða hvaðeina annað. Við leggjum því til að koffein-fráhvörf verði skilgreind sem geðröskun og sett inn í greiningarhandbókina svo allir séu meðvitaðir um þetta."

Þetta segir á vef Time.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×