Erlent

84 ára kona vann stærsta lottópottinn

Mackenzie er nú 590 milljón Bandaríkjadölum ríkari.
Mackenzie er nú 590 milljón Bandaríkjadölum ríkari. samsett mynd

Hin 84 ára gamla Gloria Mackenzie frá Flórída datt svo sannarlega í lukkupottinn þegar hún keypti lottómiða á dögunum.

Hún gerði sér lítið fyrir og vann stærsta pott sem gengið hefur út í sögu hins bandaríska Powerball-lottós, og er nú orðin 590 milljón Bandaríkjadölum ríkari. Það samsvarar tæplega 72 milljörðum íslenskra króna.

Mackenzie, sem er búsett í 13 þúsund manna smábænum Zephrillis, hafði lofað syni sínum helmingi vinningsupphæðarinnar, en miðinn var keyptur í stórmarkaði í bænum.

Það er þó viðbúið að spilarinn sem hleypti Mackenzie fram fyrir sig í lottóröðinni sé allt annað en ánægður, en sú gamla segist vera honum þakklát.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×