Erlent

Tayyip Erdogan hvetur til friðar

Tayyip Erdogan var ákaft fagnað þegar hann hélt ræðu yfir stuðningsmönnum sínum.
Tayyip Erdogan var ákaft fagnað þegar hann hélt ræðu yfir stuðningsmönnum sínum.

Tyrkneski forsætisráðherrann Tayyip Erdogan hélt ræðu í morgun yfir þúsundum stuðningsmanna sinna, og sagði meðal annars að það væri úr kjörkössunum sem hann þægi vald sitt.

Forsætisráðherrann hvatti viðstadda til að draga úr ofbeldi og sýna með því mátt og megin meirihlutans. Erdogan var ákaft fagnað en ástandið í Tyrklandi hefur verið erfitt; mótmæli á götum úti vegna tilefnislausrar hörku lögreglu, að því er virðist, sem mótmælt hefur verið á alþjóðlegum vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×