Erlent

Konunglegt brúðkaup í Svíþjóð

Það er mikil stemmning í Stokkhólmi þar sem brúðkaupið fer fram.
Það er mikil stemmning í Stokkhólmi þar sem brúðkaupið fer fram.

Yngsta dóttir Karls Gústafs Svíakonungs, Magðalena, giftist bandaríska auðkýfingnum Chris O´Neill í dag. 

Mikill hugur er í Svíum vegna giftingarinnar og er mikið fjallað um hana í norrænum blöðum.

Giftingin er ævintýri líkust, en parið ók í opnum hestvagni að kirkjunni í Stokkhólmi. Um kvöldið verður svo fagnað í kastala fjölskyldunnar í Drottningarhólmi og verður  öllu tjaldað til. Von er á hátt í fjögur hundruð manns í veisluna.

Brúðkaupið er í beinni útsendingu á SVT1 sem er hægt að nálgast á Fjölvarpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×