Erlent

Mandela þungt haldin á spítala

Mandela er 94 ára gamall.
Mandela er 94 ára gamall.

Lítil breyting hefur orðið á líðan Nelson Mandela fyrrverandi forseta Suður-Afríku að sögn lækna en hann dvelur nú á sjúkrahúsi í Pretoríu vegna lungnasýkingar.

Líðan hans er sögð stöðug en alvarleg.

Von er á nýjum upplýsingum um líðan forsetans fyrrverandi nú fyrir hádegi en Mandela sem er 94 ára gamall var fluttur á sjúkrahús í gær en þetta mun vera í þriðja sinn sem hann er fluttur á sjúkrahús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×