Erlent

Grunaður um að hafa myrt 17 ára stúlku

Georgia Williams hvarf að kvöldi sunnudags og er nú talin hafa verið myrt.
Georgia Williams hvarf að kvöldi sunnudags og er nú talin hafa verið myrt.

Lögreglan á Englandi tilkynnti í morgun að hún hefði í haldi mann sem grunaður er að hafa myrt 17 ára stúlku, Georgiu Williams, sem hvarf að kvöldi sunnudags, í bænum Wellington.

Jamie Reynolds, 22 ára gamall, er talinn hafa rænt Georgíu og var hafður í haldi og yfirheyrður grunaður um það en nú hefur lögreglan upplýst um að hann sé jafnframt grunaður um að hafa myrt stúlkuna. Georgiu var saknað þegar hún lét ekki sjá sig, en hún hafði mælt sér mót við kærasta sinn en þau ætluðu að fara á tónlistarhátíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×