Erlent

Nígería herðir tökin gegn samkynhneigðum

Þrátt fyrir að barátta samkynhneigðra víða um heim sé að bera góðan árangur er ekki svo í Nígeríu - þar herða menn tökin.
Þrátt fyrir að barátta samkynhneigðra víða um heim sé að bera góðan árangur er ekki svo í Nígeríu - þar herða menn tökin.

Nígeríuþing samþykkti í gær lög sem banna hjónabönd samkynhneigðra með öllu, hvort heldur er um vígða vígslu eða borgaralega giftingu.

Þá voru viðurlög sett sem banna að fólk af sama kyni sjáist opinberlega leiðast eða vera innilegt á annan hátt. AFP-fréttastofan greinir frá þessu. Lögin fela í sér ákvæði um fangelsisvist allt að 14 árum fyrir fólk af sama kyni sem giftist. Einnig kemur fram í lögunum að þeir sem reka skemmtistaði fyrir samkynhneigða eða samtök eigi yfir höfði sér 10 ára fangelsisvist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×