Erlent

Hrun blasir við hjá dönskum jafnaðarmönnum

Helle Thorning-Schmidt og hennar fólk geldur afhroð í nýrri skoðanakönnun.
Helle Thorning-Schmidt og hennar fólk geldur afhroð í nýrri skoðanakönnun.

Aðeins 15,9 prósent Dana styðja Jafnaðarmannaflokk Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra.

Þetta kemur fram í Megafon-könnun sem birt er í Politiken í dag. Flokkurinn hefur aldrei verið svo óvinsæll. Jafnaðarmenn fengu 24,8 prósent í þingkosningunum í september í hittiðfyrra. Hinir tveir stjórnarflokkarnir missa einnig fylgi í könnuninni: Róttæki vinstriflokkurinn fær 8,7 prósent en fékk 9,5 prósent í kosningunum. Sósíalíski þjóðarflokkurinn fær 5,4 prósent í könnuninni, en fékk 9,2 prósent í kosningunum 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×