Erlent

Fólk lenti í Skagit-á er brú hrundi skammt frá Seattle

Jóhannes Stefánsson skrifar
Hér sést sá hluti árinnar sem hrundi
Hér sést sá hluti árinnar sem hrundi Mynd/ AFP

Brú, sem er hluti I-5 þjóðvegarins í Washington-fylki í Bandaríkjunum, hrundi í gærkvöldi með þeim afleiðingum að bílar og farþegar þeirra lentu í Skagit-ánni.

Þrír voru sendir slasaðir á Skagit Valley spítalann í Mount Vernon, Washington. Þá voru bátar sendir á slysstað til að hjálpa fólki upp úr vatninu. Ekki liggur fyrir hvert ástand hinna slösuðu er en enginn mun hafa látist í slysinu.

Ekki liggur enn fyrir hvað olli hruninu en samkvæmt ríkisstjóra Washington, Jay Inslee, er talið að vörubíll hafi ekið á brúnna með fyrrgreindum afleiðingum. I-5 er fjölfarnasti vegurinn sem liggur meðfram vesturströnd Bandaríkjanna.

Brúin er í um tveggja tíma akstursvegalengd norður af Seattle. Hún var byggð árið 1955.

Nánar er fjallað um málið á vef ABC News.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×