Erlent

Orrustuþotur fylgja farþegaþotu frá Pakistan á leið til lendingar í London

Breskar orrustuþotur fylgja nú farþegaþotu frá Pakistan á leið hennar til lendingar á Stansted flugvelli í London. Um borð er ölvaður maður sem hótað hefur að sprengja þotuna í loft upp.

Í beinni útsendingu á Sky News kemur fram að flugstjórinn um borð hafi haft samband við breska flugherinn vegna málsins. Um borð í farþegaþotunni munu vera tæplega 300 farþegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×