Erlent

Franskar hersveitir á förum frá Malí

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Valerie Trierweiler, kærasta François Hollande, forseta Frakklands, stillir sér upp með frönskum hermönnum í Malí.
Valerie Trierweiler, kærasta François Hollande, forseta Frakklands, stillir sér upp með frönskum hermönnum í Malí. Mynd/AP

Franskar hersveitir eru á förum frá Malí, en um 4.000 hermenn voru sendir þangað í janúar til að stöðva uppgang íslamskra uppreisnarmanna sem höfðu lagt undir sig norðurhluta landsins.

Um 80 vöruflutningabílar yfirgáfu frönsku herstöðina í höfuðborginni Bamako í dag og aka í átt til Fílabeinsstrandarinnar. Um 1.000 hermenn verða þó eftir og svo tekur alþjóðleg her- og lögreglusveit tekur við friðargæslu í landinu í júlí, skömmu áður en íbúar Malí ganga til kosninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×