Erlent

Tugir kysstust á lestarstöð

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
mynd/ap

Tugir para kysstust á lestarstöð í Ankara, höfuðborg Tyrklands, í gær í mótmælaskyni.

Lestaryfirvöld í borginni sendu frá sér tilkynningu á dögunum þar sem farþegar voru beðnir um að haga sér siðsamlega eftir að sást til pars í kossaflensi á upptöku öryggismyndavélar, og um hundrað manns mótmæltu þessu á fyrrnefndan hátt

Um tuttugu manns mótmæltu kossamótmælunum en var haldið frá af lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×