Erlent

Westboro-baptistakirkjunni var sendur fingurinn

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Kirkjan er löngu orðin heimsþekkt fyrir útbreiðslu hatursáróðurs og svo virðist sem hakkarinn hafði fengið nóg.
Kirkjan er löngu orðin heimsþekkt fyrir útbreiðslu hatursáróðurs og svo virðist sem hakkarinn hafði fengið nóg. Samsett mynd/getty

Westboro-baptistakirkjan í Kansas opnaði á dögunum vefsíðuna God hates Oklahoma í kjölfar náttúruhamfara sem urðu í Oklahoma-fylki þar sem 24 týndu lífi.

Kirkjan er löngu orðin heimsþekkt fyrir útbreiðslu hatursáróðurs og lítur svo á að þar sem hamfarir eigi sér stað sé almættið að refsa mönnunum réttilega.

En síðan fékk ekki að vera friði lengi og fljótlega eftir opnun hafði tölvuhakkari breytt síðunni. Hafði áróðrinum verið skipt út fyrir mynd af Jesú þar sem hann sendir fingurinn og fyrir ofan var Westboro-baptistakirkjunni tilkynnt að „Jesús hataði hana“.

Að fimm sekúndum liðnum voru netverjar síðan færðir yfir á styrktarsíðu Rauða krossins þar sem láta mátti fé af hendi rakna til styrktar Oklahoma-búa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×