Erlent

Hvetur til friðarviðræðna

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Frá Alþjóðlega efnahagsþinginu í Jórdaníu í dag.
Frá Alþjóðlega efnahagsþinginu í Jórdaníu í dag. Mynd/AP

Shimon Peres, forseti Ísrael, segir mögulegt að koma á friði á milli Ísraels og Palestínu og að kominn sé tími til að hefja alvöru friðarviðræður að nýju. Þetta sagði hann á Alþjóðlega efnahagsþinginu í Jórdaníu í dag.

Hann segir þjóðirnar tvær eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta, og vonast hann til þess að þær geti orðið sáttar nágrannaþjóðir sem vinni saman að efnahagslegri uppbyggingu fyrir komandi kynslóðir.

Í gær talaði Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, á efnahagsþinginu og sagði hann, líkt og Peres, að möguleiki væri á friði, en þá þyrftu Ísraelar meðal annars að skila palestínskum landareignum og frelsa palestínska fanga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×