Erlent

Kaldrifjaður kattamorðingi á kreiki

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Fjórir dauðir kettir hafa fundist, hroðalega útleiknir.
Fjórir dauðir kettir hafa fundist, hroðalega útleiknir.

Raðdýramorðingi, einn eða fleiri, gengur nú laus í Haugasundi í norðvesturhluta Noregs.

Undanfarnar tvær vikur hefur gengið þar á með kattadrápum og nú þegar hafa fjórir kettir fundist drepnir. Sá fyrsti fannst á trjágrein og var búið að rista hann á hol. Viku seinna fannst annar köttur sem hékk dauður á umferðarskilti. Þriðji kötturinn fannst svo við leikvöll þar sem hann hafði verið þræddur upp á trjágrein og sá fjórði hékk á göngubrú. Öllum köttunum hafði verið illa misþyrmt og voru þeir hrottalega útleiknir.

Málið hefur vakið óhug í Noregi. Tugir sjálfboðaliða standa nú vakt í nágrenni við skóla en það er einkum í tengslum við slíkar byggingar sem köttunum er komið fyrir; svona eins og til að börn rekist á limlest dýrin. Þá hefur fundarlaunum upp rúmar hundrað þúsund krónum verið lofað til þeirra sem veitt geta upplýsingar sem leiða til þess að dýraníðingurinn finnist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×