Erlent

Eldgos yfirvofandi í Argentínu og Chile

JBG skrifar
Vísindamenn telja að Copahue sé við að fara að gjósa.
Vísindamenn telja að Copahue sé við að fara að gjósa.

Yfirvöld í Chile og Argentínu hafa lýst yfir hæsta viðbúðnaðarstigi og boðað fólksflutninga á svæði sem nemur 25 kílómetra radíus um eldfjallið Copahue, en það er staðsett á landamærum landanna.

Að mati jarðvísindamanna eru ýmsar vísbendingar þess efnis að Copahue, sem staðsett er 500 km sunnan af höfuðborg Chile, Santiago, kunni að gjósa innan tíðar. Yfirvöld vilja enga áhættu taka og hafa því fyrirskipað að fólk í næsta nágrenni rými hús sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×