Erlent

Birgitte Nyborg dregur ferðamenn til Danmerkur

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Danir finna glöggt fyrir því að áhugi erlendra ferðamanna á landinu er að aukast.  Ein ástæðan er talin vera auknar vinsældir sjónvarpsþáttanna Höllin, eða Borgen, þar sem stjórnmálamaðurinn Birgitte Nyborg er aðalsöguhetjan.

Emil Spangenberg er upplýsingafulltrúi Wonderful Copenhagen sem er markaðsverkefni danskrar ferðaþjónustu. „Þættirnir hafa verið seldir til margra nágrannalanda okkar. Það eru einkum ferðamenn frá þessum sömu löndum sem eru að koma til okkar,“ segir hann í samtali við danska vefinn epn. Þar er sérstaklega um að ræða Norðmenn, Þjóðverja og Englendinga.

Heimspressan hefur fengið aukinn áhuga á Kaupmannahöfn, sem er sögusvið þáttanna, vegna sjónvarpsþáttanna. Áhugi ferðamannanna á sögu Danmerkur hefur líka aukist gríðarlega. Kaupmannahöfn er í fimmta sæti yfir þær borgir í Evrópu þar sem ferðamönnum fjölgar mest. Hinir staðirnir eru Stokkhólmur, Berlín Istanbul og Düsseldorf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×