Erlent

Var með blýant í höfðinu í 15 ár

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Það kom á daginn að 24. ára gamall maður sem kvartaði sáran yfir vanlíðan hafði verið með 10 sentímetra langan blýant í höfðinu í 15 ár.
Það kom á daginn að 24. ára gamall maður sem kvartaði sáran yfir vanlíðan hafði verið með 10 sentímetra langan blýant í höfðinu í 15 ár.

Læknum á Aachen háskólasjúkrahúsinu í Berlín varð illa brugðið þegar þeir uppgötvuðu að maður sem kvartaði sáran yfir síendurteknum höfuðverkjum, kuldaköstum og slæmri sjón hafði verið með tíu sentímetra langan blýant fastan í höfðinu í heil 15 ár.

 

Maðurinn, sem er 24 ára afgani, leitaði sér fyrst læknishjálpar árið 2011. Frá þessu er greint á the Washington Post.



Blýanturinn kom í ljós þegar maðurinn var sendur í skanna á sjúkrahúsinu. Þar sást greinilega hvernig aðskotahluturinn var vandlega skorðaður á milli ennis og kverka. Blýanturinn hafði gert skaða á augntóft mannsins.



Afganski maðurinn hafði ekki minnsta grun um hvernig  blýanturinn hafði komist á þennan stað, en minntist þess að hafa dottið illa á höfuðið sem barn. Talið er líklegt að blýanturinn hafi einhvern veginn stungist inn í höfuð mannsins án þess að nokkur tæki eftir og verið þar síðan. Læknar hafa nú fjarlægt aðskotahlutinn og útskrifað manninn.

 

Talsmaður sjúkrahússins greindi frá þessu á læknaráðstefnu í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×